fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Átta barna móðir lést í umferðarslysi – Eiginmaðurinn greip til sinna ráða í kjölfarið

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. febrúar 2020 06:00

Rod og Brenda Richardson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 5. febrúar síðastliðinn var ekið á Brenda Richardson í Corona í Kaliforníu. Hún ók þá á mótorhjólinu sínu. Bíl var ekið í veg fyrir hana og lenti bifhjólið á bílnum. Brenda kastaðist af hjólinu og hlaut svo alvarlega áverka þegar hún lenti að læknar gátu ekki bjargað lífi hennar. Hún lést daginn eftir, 48 ára að aldri. Hún lætur eftir sig eigimann, Rod Richardson, og átta börn.

Ökumaðurinn, sem ók í veg fyrir Brenda, flúði af vettvangi. Rod ákvað að finna bílinn og hafa uppi á ökumanninum. Hann ók því af stað á eigin mótorhjóli þann 7. febrúar og byrjaði að leita. Hann hóf leitina á slysstaðnum. Þar hitti hann lögreglumann sem var einnig að leita að bílnum. Rannsókn lögreglunnar hafði leitt í ljós að líklega væri um ljósan bíl að ræða, líklegast 2006 Lexus ES330 eða álíka bíll. Rod fór því að leita að slíkum bíl. CNN skýrir frá þessu.

Hann ók margoft inn í lokuð hverfi, það eru hverfi sem eru girt af og aðgangsstýringu er beitt til að hafa stjórn á hverjir koma þar inn. Þegar hann kom að fimmta hverfinu var hliðið lokað en smá rifa var á því og náði Rod að troðast inn um hana.

„Þegar ég var kominn hálfa leið yfir bílastæðið sé ég bíl sem var lagt þar. Það var tjón á hliðinni á honum. Hjartað hætti að slá.“

Sagði Rod.

Hann tók mynd af bílnum og hringdi í lögregluna. Hann birti síðan mynd af bílnum á Facebook og skrifaði:

„Þetta er bíllinn! Ég held að ég hafi fundið bílinn sem drap konuna mína.“

https://www.facebook.com/rodr12345/posts/10158038229499375

Lögreglan rannsakaði bílinn og handtók eiganda hans, Toshiro Isa 85 ára, í kjölfarið og kærði fyrir manndráp af gáleysi og að hafa flúið af slysstað.

CNN hefur eftir Rod að handtakan hafi haft í för með sér að hann og börnin hafi tilfinningu um að málinu sé nú lokið en það þýðir ekki að sársaukinn og söknuðurinn sé minni.

„Breytir þetta einhverju fyrir mig? Nei. Þetta linar ekki sársaukann. Þetta breytir engu um hvar ég er núna. Að vakna á hverjum morgni og fara að sofa án hennar.“

Sagði Rod.

Toshiro Isa var látinn laus gegn greiðslu tryggingar. Hann á að mæta fyrir dóm 22. apríl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Orrustan um Bretland

Orrustan um Bretland
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nokkrar mýtur um kvef, hálsbólgu og flensu

Nokkrar mýtur um kvef, hálsbólgu og flensu