Sunnudagur 16.febrúar 2020
Pressan

Trump hvatti óháða kjósendur til að kjósa „veikasta demókratann”

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. febrúar 2020 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, ávarpaði stuðningsfólk sitt á mánudaginn og ræddi þá meðal annars um forval demókrata fyrir forsetakosningarnar í haust. Hann nýtti tækifærið til að hvetja óháða kjósendur til að kjósa ”veikasta demókratann” í forkosningunum i New Hampshire sem fóru fram á þriðjudaginn.

„Eini vandinn sem ég glími við er að ég er að reyna að komast að hver er veikasti frambjóðandinn. Mér finnst þeir allir veikburða. Þeir vita ekki hvað þeir eru að gera. Þeir geta ekki einu sinni talið atkvæðin sín.”

Sagði Trump og vísaði þar til vandræðagangsins með atkvæðatalninguna í Iowa í síðustu viku.

„Veit einhver hér hver sigraði í Iowa? Ég veit það ekki.”

Sagði Trump einnig.

Hann vék einnig að kórónavírusnum sem hefur nú orðið á annað þúsund manns að bana og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir vera alþjóðlega heilbrigðiskrísu. Hann sagði að vírusinn yrði úr sögunni í apríl þegar hlýnar í veðri en studdi þessa spá sína ekki með neinum vísindalegum rökum segir USA Today.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

BBC ætlar að gera heimildamynd um Gretu Thunberg

BBC ætlar að gera heimildamynd um Gretu Thunberg
Pressan
Fyrir 3 dögum

Geimherinn segir að rússneskir gervihnettir elti bandarískan gervihnött

Geimherinn segir að rússneskir gervihnettir elti bandarískan gervihnött
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta barna móðir lést í umferðarslysi – Eiginmaðurinn greip til sinna ráða í kjölfarið

Átta barna móðir lést í umferðarslysi – Eiginmaðurinn greip til sinna ráða í kjölfarið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vorum við á barmi þriðju heimsstyrjaldarinnar? Rússar misstu stjórn á kjarnorkueldflaug við tilraunaskot

Vorum við á barmi þriðju heimsstyrjaldarinnar? Rússar misstu stjórn á kjarnorkueldflaug við tilraunaskot
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vatnið hvarf úr krananum og bjór kom í staðinn

Vatnið hvarf úr krananum og bjór kom í staðinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óheppileg bilun – Flugskýli fylltist af froðu

Óheppileg bilun – Flugskýli fylltist af froðu