fbpx
Föstudagur 14.ágúst 2020
Pressan

Bréf móður til sendils fer eins og eldur í sinu um internetið

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. febrúar 2020 06:00

Sendillinn að leik við strákana. Mynd:Ember Robbins/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að bréf móður einnar, sem býr í Colorado Springs í Colorado í Bandaríkjunum, til sendils hjá netversluninni Amazon hafi farið sigurför um internetið.

Konan, sem heitir Ember Robbins, birti bréfið á Facebook í lok janúar ásamt mynd af sendlinum að leika við son hennar og vin hans.

„Þú hefur ekki hugmynd um hvað þú gerðir þegar þú gafst þér smá tíma til að leika við son minn og vin hans og til að koma síðan aftur klukkustund síðar með nýjan körfubolta handa honum af því að hinn var slitinn og loftlaus.“

Segir Ember í upphafi bréfsins sem hún stílaði á „Amazon Prime Guy“.

Hún hélt síðan áfram:

„Það sem þú veist ekki er að sonur minn átti mjög erfiðan dag í skólanum. Bekkjarfélagi hans hefur verið leiðinlegur við hann dögum saman og þú gerðir það sem ég reyndi en gat ekki. Þú gerðir daginn hans miklu betri. Líklega vikuna.“

Hún segir síðan að hún vildi óska að hún vissi hvað sendillinn heitir til að heimurinn fái að vita hversu góð manneskja hann er og til að geta þakkað honum persónulega fyrir.

Tugir þúsunda manns hafa séð færsluna og mörg þúsund hafa tjáð sig um hana.

Amazon deildi síðan færslu Ember á Facebooksíðu sinni og bætti við myllumerkinu #DeliveringSmiles.

Nokkrum dögum síðar birti Ember nýja færslu þar sem hún sagðist hafa haft uppi á sendlinum sem heitir Jeremy Bronner og er fyrrverandi hermaður. Í annarri færslu skammaði hún síðan Amazon fyrir að nota skrif hennar til að bæta eigin umtal. En síðan skýrði hún frá óvæntri vendingu í öllu þessu:

„Hér kemur það óvænta. Í miðju þessu fári ákvað Jeremy að hætta hjá Amazon en hann hafði verið að hugleiða það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Í gær

Ein undarlegasta flugferðin sem farin hefur verið að undanförnu

Ein undarlegasta flugferðin sem farin hefur verið að undanförnu
Pressan
Í gær

Ótrúleg uppgötvun – „Þau fullkomnustu sem ég hef séð á ferlinum“

Ótrúleg uppgötvun – „Þau fullkomnustu sem ég hef séð á ferlinum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrstu kórónuveirusmitin á Nýja-Sjálandi eftir 102 smitlausa daga

Fyrstu kórónuveirusmitin á Nýja-Sjálandi eftir 102 smitlausa daga
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óttast að risahátíðin verði smitsprengja

Óttast að risahátíðin verði smitsprengja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lítill drengur fannst berfættur á götu úti – Óttast að móðurinni hafi verið rænt

Lítill drengur fannst berfættur á götu úti – Óttast að móðurinni hafi verið rænt
Pressan
Fyrir 3 dögum

97.000 börn smituðust af kórónuveirunni á tveimur vikum í Bandaríkjunum

97.000 börn smituðust af kórónuveirunni á tveimur vikum í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Aðeins helmingur Breta vill láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni

Aðeins helmingur Breta vill láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump segir það góða hugmynd að andliti hans verði bætt við Mount Rushmore

Trump segir það góða hugmynd að andliti hans verði bætt við Mount Rushmore