fbpx
Þriðjudagur 04.ágúst 2020
Pressan

Eitraðir drápsgeitungar hafa sett stefnuna á Norður-Evrópu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. febrúar 2020 07:01

Þeir geta orðið rúmlega 5 sm á lengd. Mynd:Wikimedia Commons.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árásargjarnir og eitraðir asískir drápsgeitungar hafa nú tekið stefnuna á Norður-Evrópu. Þetta er ágeng dýrategund sem barst fyrst til suðurhluta Frakklands 2005. Talið er að tegundin hafi borist til Evrópu með varningi frá Asíu. Tegundin hefur síðan breiðst út og er nú til staðar á Spáni, Portúgal, Belgíu, Hollandi og sunnanverðu Englandi.

Síðasta haust fannst geitungur af þessari tegund í Hamborg í Þýskalandi, aðeins 140 km frá dönsku landamærunum. Aldrei fyrr hefur geitungur af þessari tegund fundist svona norðarlega. Danskir líffræðingar telja miklar líkur á að tegundin berist til Danmerkur innan nokkurra ára og nái fótfestu. Það eru allt annað en góð tíðindi því um ágenga tegund er að ræða.

Það eykur heldur ekki á ánægjuna með þetta að tegundin er árásargjörn, mun árásargjarnari en þær geitungategundir sem fyrir eru í Evrópu. Það er því meiri hætta á að þessi tegund ráðist á fólk. Flugur af þessari tegund verða um 35 mm að lengd. Stungur þeirra eru mjög sársaukafullar en þó er ekki hættulegt fyrir fullfrískt fullorðið fólk að verða fyrir einni stungu. Stungurnar geta þó verið lífshættulegar ef fólk er með ofnæmi fyrir stungum geitunga og býflugna. Vitað er um mörg dauðsföll af völdum stunga þessarar tegundar.

Ef fólk kemur of nærri búum þessarar tegundar er mikil hætta á að það verði fyrir árás fjölda þeirra og þá geta stungurnar verið lífshættulegar.

Tegundin er ekki aðeins til vandræða fyrir fólk því hún er kjötæta og ræðst á önnur skordýr og hefur sérstakt dálæti á hunangsflugum. Geitungarnir bíta höfuðið af býflugunum og éta þær síðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Fyrir 3 dögum

Myndband með grunuðum morðingja Madeleine vekur óhug en þykir upplýsandi

Myndband með grunuðum morðingja Madeleine vekur óhug en þykir upplýsandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tölvupóstar koma Zuckerberg í vanda – Sýna tilganginn með kaupunum á Instagram

Tölvupóstar koma Zuckerberg í vanda – Sýna tilganginn með kaupunum á Instagram
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ungir piltar brutust inn til að stela flöskum – Húsráðandinn lá dáinn í húsinu

Ungir piltar brutust inn til að stela flöskum – Húsráðandinn lá dáinn í húsinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mesti samdráttur bandaríska hagkerfisins í 70 ár

Mesti samdráttur bandaríska hagkerfisins í 70 ár
Fyrir 5 dögum

Boltafiskur úr Kleifarvatni

Boltafiskur úr Kleifarvatni
Fyrir 5 dögum

Fátt betra en veiðistund með fjölskyldunni

Fátt betra en veiðistund með fjölskyldunni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rússar stela sviðsljósinu – Segjast verða tilbúnir með bóluefni gegn kórónuveirunni um miðjan ágúst

Rússar stela sviðsljósinu – Segjast verða tilbúnir með bóluefni gegn kórónuveirunni um miðjan ágúst
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þýska lögreglan þögul eftir leit í Hannover – Fannst eitthvað tengt hvarfi Madeleine?

Þýska lögreglan þögul eftir leit í Hannover – Fannst eitthvað tengt hvarfi Madeleine?