fbpx
Föstudagur 22.janúar 2021
Pressan

Hryllingur í Þýskalandi í dag – Ungbarn á meðal hinna látnu eftir að miðaldra maður ók inn í göngugötu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 1. desember 2020 17:56

Frá handtöku mannsins á vettvangi. Mynd: Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og við greindum frá fyrr í dag ók maður inn í hóp vegarenda í göngugötu í borginni Trier, vestarlega í Þýskalandi. Samkvæmt fyrstu fréttum létu tveir lífið og 15 slösuðust. Þær tölur hafa nú verið leiðréttar.

Eftir athæfi mannsins liggja fjórir eftir látnir, þar á meðal ungbarn. Bild greinir frá.

Tala slasaðra liggur ekki ljós fyrir en talan 15 hefur verið nefnd.

Ökumaðurinn er 51 árs gamall Þjóðverji. Var hann handtekinn á staðnum og hefur verið í yfirheyrslu frá lögreglu síðan, en atvikið átti sér stað í eftirmiðdaginn.

Sjónarvottar segjast hafa séð fólk í loftköstum yfir götunni er maðurinn ók á hvern þann sem fyrir honum varð.

Maðurinn er sagður hafa ekið dökkum Range Rover jeppa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún hvarf sporlaust í skemmtisiglingunni – Síðan kom tölvupósturinn sem fékk mjög á foreldrana

Hún hvarf sporlaust í skemmtisiglingunni – Síðan kom tölvupósturinn sem fékk mjög á foreldrana
Pressan
Fyrir 2 dögum

WHO segir ósanngjarna skiptingu bóluefna lengja heimsfaraldurinn

WHO segir ósanngjarna skiptingu bóluefna lengja heimsfaraldurinn