fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Þetta er fólkið á bak við bóluefnið gegn kórónuveirunni – Lúsiðnir innflytjendur

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. nóvember 2020 06:55

Özlem Türeci og Ugur Şahin. Mynd:Biontech

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að lúsiðin hjón frá Mainz í Þýskalandi hafi fengið heimsbyggðina til að varpa öndinni aðeins léttar á mánudaginn. Þá var tilkynnt að bóluefni gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, frá Pfizer og Biontech virki í 90% tilfella og að þess sé vænst að hægt verði að sækja um leyfi til notkunar þess eftir tvær vikur.

Þetta voru svo stór og merk tíðindi að meira að segja Donald Trump og Joe Biden voru sammála um þetta væru góðar fréttir. Trump hafði þó þann fyrirvara á að varpa fram samsæriskenningu um að beðið hafi verið með að tilkynna um virkni bóluefnisins þar til að forsetakosningunum í Bandaríkjunum loknum til að koma í veg fyrir sigur hans.

En væntanlega tóku flestir aðrir jarðarbúar fréttinni fagnandi og létu eiga sig að setja fram samsæriskenningar um málið.

En fólkið á bak við bóluefnið eru hjónin Ugur Sahin, 54 ára, og Özlem Türeci, 53 ára, stofnendur Biontech. Samkvæmt umfjöllun Frankfurter Allgemeine Zeitung þá láta hjónin lítið fyrir sér fara og sinna vinnu sinni af ástríðu þrátt fyrir að vera meðal ríkasta fólks Þýskalands en talið er að eignir þeirra nemi sem nemur um 400 milljörðum íslenskra króna. Þau hjóla til vinnu frá heimili sínu í Mainz og halda sig vel við efnið þegar kemur að vinnu.

Foreldrar þeirra eru innflytjendur frá Tyrklandi og bæði komu þau til Þýskalands þegar þau voru fjögurra ára. Özlem dvaldi hjá afa sínum i Istanbúl fyrstu fjögur ár ævinnar en flutti til foreldra sinna í Osnabrück þegar hún var fjögurra ára. Þar má segja að grunnurinn að framtíð hennar hafi verið lagður því faðir hennar var læknir og tók hana með sér í vinnuna á kaþólsku sjúkrahúsi þar sem hún fylgdist með störfum hans, til dæmis uppskurðum.

Bóluefnið frá Pfizer. Mynd:Getty

Ugur hélt til Köln með móður sinni þegar hann var fjögurra ára en þar var faðir hans fyrir og vann í verksmiðju Ford. Áhugi hans á læknavísindum vaknaði við lestur teiknimyndabóka. Þau kynntust á krabbameinsdeild háskólasjúkrahússins í Homburg. Þá var hann orðinn læknir en hún var á síðasta ári í námi sínum. Þau fundu sér því lífsförunaut þar og faglegan förunaut.

Frumherjar

Þau fluttu til Mainz 2001 og fengu vinni í háskólanum þar. En ekki var úr miklum fjármunum að spila til rannsókna og því stofnuðu þau, ásamt fjárfestum, fyrirtækið Ganymed sem vann að þróun mótefna gegn krabbameini en það er sérsvið hjónanna. Á þeim tíma voru aðalmeðferðirnar við krabbameini skurðaðgerðir, geislameðferð og lyfjameðferð. En nú er mótefnaaðferðin notuð í ríkari mæli og þrír fremstu vísindamennirnir á þessu sviði hafa fengið Nóbelsverðlaunin í læknisfræði. Þau seldu síðan japönsku lyfjafyrirtæki Ganymed fyrir rúmlega 400 milljónir evra.

Skömmu eftir söluna gengu þau loks í hjónaband en þar sem þau eru lúsiðin og hafa mikinn áhuga á vinnu sinni fóru þau ekki í dýra brúðkaupsferð heldur beint aftur í rannsóknarstofuna til vinnu. Þau eignuðust síðan dóttur og 2008 stofnuðu þau Biontech sem vinnur að rannsóknum á krabbameini. Þar starfa nú um 1.000 manns. Ugur er forstjóri fyrirtækisins en Özlem stýrir klínískri þróunarvinnu og situr í stjórn fyrirtækisins. Samvinnan við Pfizer veitti þeim aðgang að öllu því sem þau þurftu við vinnuna við þróun bóluefnisins og gerði þeim mögulegt að þróa það svona hratt.

Fólk sem þekkir til þeirra segir að það séu rannsóknir og það að geta hjálpað sjúklingum sem er drifkraftur hjónanna, ekki peningar. Ugur starfar enn sem prófessor á krabbameinsdeild háskólasjúkrahússins og Özlem kennir við háskólann í Mainz.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?