fbpx
Fimmtudagur 26.nóvember 2020
Pressan

Sjáðu myndbandið – Fann dularfullt leyniherbergi í húsinu sínu – Tók andköf þegar hún leit inn

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 31. október 2020 22:00

Samsett mynd úr skjáskotum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndbönd sem að kona nokkur birti á samfélagsmiðlinum TikTok, hefur vakið óhug hjá mörgum netverjum. Þar má sjá konuna uppgötva „leyniherbergi“ í húsinu sínu, nokkrum mánuðum eftir að hún flutti inn.

Konan hafði verið að þrífa húsið og tók eftir að það var rými fyrir aftan skáp, svo komst hún að því að skápurinn væri hreyfanlegur. Hún sagði að eldri kona, sem átti heima í húsinu á undan henni virtist ekki hafa verið dugleg að henda hlutum.

„Við keyptum þetta hús fyrir nokkrum mánuðum og við höfum núna í nokkra mánuði dundað okkur við að þrífa það. Ég var að hreinsa þennan skáp og eins og þið sjáið þá geymdi gamla konan sem bjó hérna allt. Þegar ég fór að skoða þennan skáp betur tók ég eftir því að það er eitthvað meira hérna á bak við. Krakkarnir mínir sögðu að ég ætti að taka það upp þegar ég skoða hvað er fyrir aftan skápinn.“

Þetta sagði konan á myndbandinu rétt áður en hún skoðaði hvað leyndist á bak við skápinn, en hún tók andköf þegar hún sá dúkku.

Í myndbandi sem konan birti seinna má sjá að dúkkan sem birtist á fyrsta myndbandinu er ekki sú eina. Langt því frá Í leyniherberginu var nefnilega að finna margar dúkkur og aðra gamla muni eins og krónur, leirtau, kjóla, málverk og fleira.

Í þriðja og síðasta myndbandinu viðurkennir konan að henni finnst herbergið óþægilegt.

„Þetta herbergi lét mér líða óþægilega, ég fékk þessa ónotatilfinningu.“

Þá segist hún ætla að loka herberginu og skila því til þeirra sem eiga það, sem sagt til dúkknanna.

Meira en þrjár milljónir manns hafa horft á fyrsta myndbandið á TikTok, en í commentakerfinu kemur skírlega í ljós að það hafi hrætt fólk. Einhverjir virtust sannfærðir um að dúkkurnar væru á lífi og að þær hreyfðu sig þegar þær væru ekki í mynd. Einn netverji gekk svo langt að segja að konan ætti að „henda húsinu í heild sinni“.

@rooney8900Should I upload a second video exploring what else is back there? ##fyp ##hiddenroom ##treasurehunt ##haunted ##oldhouse♬ original sound – Rooney

@rooney8900Exploring the hidden room! ##fyp ##hiddenroom ##oldhouse ##exploring♬ original sound – Rooney

@rooney8900I think the secret room should have stayed hidden. ##hiddenroom ##hauntedhouse ##oldhouse♬ original sound – Rooney

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Verslunarstjórinn skyldi ekki af hverju rafhlöður seldust svo vel – Síðan sá hann umfjöllun sem skýrði málið

Verslunarstjórinn skyldi ekki af hverju rafhlöður seldust svo vel – Síðan sá hann umfjöllun sem skýrði málið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nafn hennar vekur athygli – „Hvernig finnst þér að eyðileggja heiminn?“

Nafn hennar vekur athygli – „Hvernig finnst þér að eyðileggja heiminn?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Salómonseyjar undirbúa að banna Facebook – Segja þetta gert að kröfu Kínverja

Salómonseyjar undirbúa að banna Facebook – Segja þetta gert að kröfu Kínverja
Pressan
Fyrir 4 dögum

9.000 ára gömul gröf veiðimanna breytir sögunni hvað varðar kynjahlutverkin

9.000 ára gömul gröf veiðimanna breytir sögunni hvað varðar kynjahlutverkin