fbpx
Mánudagur 23.nóvember 2020
Pressan

Bankað á ranga hurð – Slapp við keppnisbann

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. október 2020 19:00

Salwa Eid Naser á hlaupabrautinni. Mynd: EPA-EFE/SRDJAN SUKI

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var bankað en enginn kom til dyra. Það var svo sem engin furða því bak við luktar dyrnar voru bara nokkrir tómir gaskútar. Af þeim sökum gat Salwa Eid Naser, heimsmeistari í 400 metra hlaupi, ekki opnað fyrir lyfjaeftirlitsmanninum sem var komin til að fá þvagsýni hjá henni. Þetta átti sér stað í apríl á síðasta ári.

Nú liggja fyrir niðurstöður rannsóknar Athletics Integrity Unit um málið. Í þeim er því slegið föstu að lyfjaeftirlitsmaðurinn hafi ruglast á númerakerfi íbúðanna og hafi knúið dyra, á vitlausri íbúð, í klukkustund. Hann virðist ekki hafa tekið eftir skilti, sem var fyrir ofan dyrnar, þar sem stóð hvað væri á bak við þær. Þetta átti sér stað í apríl á síðasta ári.

„Þetta hefði verið fyndið ef afleiðingarnar hefðu ekki verið svo alvarlegar,“

segir í skýrslu Athletics Integrity Unit að því er segir í umfjöllun The Guardian um málið. Það er þó tekið fram til varnar eftirlitsmanninum að númerakerfið í húsinu sé „mjög ruglandi“.

Samkvæmt reglum lyfjaeftirlitsins, Wada, mega íþróttamenn ekki „brjóta“ oftar af sér en þrisvar sinnum á hverjum 12 mánuðum hvað varðar að gefa upp dvalarstað sinn. Ef þeir eru staðnir að því er það álitið sama eðlis og að mæta ekki í lyfjapróf.

Naser sleppur því með skrekkinn hvað þetta tiltekna mál varðar en hún hljóp 400 metrana á þriðja besta tíma sögunnar á síðasta ári. Þegar það gerðist hafði hún misst af tveimur lyfjaprófum. Fyrrgreind atvik í apríl var því þriðja skiptið og hefði hún því átt að fara í keppnisbann og það hefði þá orðið til þess að hún missti af Ólympíuleikunum.

Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að tvennt megi gagnrýna varðandi Naser. Hún hafi búið á stað þar sem enginn dyrasími var og að henni hafi ekki tekist að skrá símanúmer sitt í svokallað World Anti-Doping Agency Athlete kerfi.

„Hún hjálpaði sjálfri sér ekki,“

segir í skýrslunni.

Naser, sem er fædd í Nígeríu en keppir nú fyrir Bahrain, hefur nú verið beðin um að hafa stjórn á því hvar hún dvelur til að „hafa stjórn á eigin örlögum“ eins og segir í skýrslunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Grunar að morðinginn hafi borðað fórnarlambið

Grunar að morðinginn hafi borðað fórnarlambið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dýraverndunarsamtök ósátt við fyrirhugaða krókódílaræktun – Hyggjast vera með 50.000 dýr

Dýraverndunarsamtök ósátt við fyrirhugaða krókódílaræktun – Hyggjast vera með 50.000 dýr
Pressan
Fyrir 3 dögum

Endurtalningu er lokið í Georgíu – Úrslitin standa

Endurtalningu er lokið í Georgíu – Úrslitin standa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hörð gagnrýni á „The Crown“ – Segir að þættirnir stefni konungdæminu í hættu

Hörð gagnrýni á „The Crown“ – Segir að þættirnir stefni konungdæminu í hættu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Danska lögreglan leitar að líki Maria – Hræðilegar upplýsingar hafa komið fram í málinu

Danska lögreglan leitar að líki Maria – Hræðilegar upplýsingar hafa komið fram í málinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Herða sóttvarnaaðgerðir í Bandaríkjunum – Þakkargjörðarhátíðin í hættu

Herða sóttvarnaaðgerðir í Bandaríkjunum – Þakkargjörðarhátíðin í hættu