fbpx
Miðvikudagur 20.janúar 2021
Pressan

Sjáðu myndbandið: Fór hamförum í búðinni vegna sóttvarnaraðgerða – „Ég skammast mín ekki“

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 24. október 2020 15:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðskiptavinur nokkur í Tesco-verslun í Wales fór hamförum um búðina, en myndband af hegðun hans fer eins og eldur um sinu yfir samfélagsmiðla og breska miðla. Í myndbandinu má sjá manninn, grímu- og hanskalausan rífa plastumbúðir af vörum í búðinni.

Nú stendur yfir sérstök lokun í Wales vegna mikillar bylgju af COVID-smitum. Fólk má einungis versla vörur sem teljast nauðsynlegar. Þess vegna hafði plastumbúðum verið komið yfir ýmsar vörur í tiltekinni Tesco-verslun. Viðskiptavinurinn sem um ræðir var alls ekki sáttur með, en áhersla hans var á barnaföt, sem hafa verið flokkuð sem ónauðsynleg. Manninum fannst það sérstakt og spurði „síðan hvænar hafa föt fyrir börn ekki verið nauðsynleg?“

„Rífum þessar fjandans umbúðir af. Fjandans barnaföt. Þetta er út í hött. Það er að koma vetur. Þetta er ekki í fjandans lagi.“ segir maðurinn.

Umræddur viðskiptavinur er plötusnúður að nafni Gwilyn Owen. Hann hefur nú opnað sig um málið á Facebook-síðu sinni. Hann segist ekki sjá eftir athæfinu.

„Ég frétti að verslanir þyrftu að setja umbúðir yfir „ónauðsynlegar“ vörur, líkt og föt. Það er að koma vetur, hverjum myndi detta í hug að hlý föt séu mikilvæg fyrir börn?

Ég er viss um að það er fólk þarna úti sem á varla efni á því að hita húsin sín og nú vilja þau banna fólki að kaupa föt.

Ég ætlast ekki til þess að neinn gangi jafn langt og ég, en ég vil að fólk viti að þetta er siðlaust og ómannúðlegt. Ég skammast mín ekki fyrir það sem ég hef gert.

Ég er ekki tilbúinn að lifa í samfélagi þar sem að almennum mannréttindum er kastað á glæ sí svona. Fólk þarf að geta keypt föt, sérstaklega börn. Ég geri það sem ég get til að stöðva þetta.“

Hér má svo sjá myndbandið umtalaða:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lætur hann verða af því? Margir bíða með öndina í hálsinum

Lætur hann verða af því? Margir bíða með öndina í hálsinum
Pressan
Í gær

„Ef Evrópa heldur að innflytjendur séu vandamál núna – bíðið þar til eftir 20 ár“

„Ef Evrópa heldur að innflytjendur séu vandamál núna – bíðið þar til eftir 20 ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frá því að vera götusali í Aþenu yfir í stærsta samninginn í sögu NBA

Frá því að vera götusali í Aþenu yfir í stærsta samninginn í sögu NBA
Pressan
Fyrir 4 dögum

Saka forseta Hondúras um að hafa komið að fíkniefnasmygli til Bandaríkjanna

Saka forseta Hondúras um að hafa komið að fíkniefnasmygli til Bandaríkjanna