Sunnudagur 26.janúar 2020
Pressan

Smábær með engin umferðarljós í deilu við Facebook

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 9. janúar 2020 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar í smábæ einum í Oregon í Bandaríkjunum leggjast hart gegn áformum Facebook um að sæstrengur, sem fyrirtækið hyggst leggja, komi að landi við bæjarmörkin og tengist landstöð.

Bærinn sem um ræðir heitir Tierra del Mar en þar eru um það bil 200 hús. Engin umferðarljós eru í bænum og þá er farsímasamband afar stopult, að því er segir í frétt AP.

Facebook vill leggja sæstrenginn sem á að ná frá Bandaríkjunum til Asíu og hafa forsvarsmenn fyrirtækisins sagt að svæðið við Tierra del Mar sé eitt fárra sem koma til greina á vesturströnd Bandaríkjanna vegna lagningar sæstrengsins.

Íbúar á svæðinu hafa lýst áhyggjum af hugsanlegum framkvæmdum; þeim fylgi mikið jarðvegsrask og það geti haft áhrif á undirstöður húsa og rotþróarkerfið. Þá benda þeir á að lífríki við ströndina sé viðkvæmt og ef framkvæmdir verði leyfðar muni opnast flóðgáttir annarra framkvæmda.

Það sem gerir baráttu íbúa erfiðari en ella er sú staðreynd að Facebook á lóð skammt frá bænum sem keypt var árið 2018. Forsvarsmenn Facebook segja að framkvæmdir á svæðinu muni taka um það bil mánuð og afleiðingar þeirra verði litlar sem engar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Besta atvinnutækifæri ársins? Auglýsa eftir fólki til að annast reksturs kaffihúss á lítilli eyju – Ókeypis húsnæði og uppihald

Besta atvinnutækifæri ársins? Auglýsa eftir fólki til að annast reksturs kaffihúss á lítilli eyju – Ókeypis húsnæði og uppihald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Undraðist mikla rafmagnsnotkun í sumarbústaðnum – Ókunnugur maður átti sökina

Undraðist mikla rafmagnsnotkun í sumarbústaðnum – Ókunnugur maður átti sökina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maður reyndi að smygla lifandi fuglum í ferðatöskunni sinni

Maður reyndi að smygla lifandi fuglum í ferðatöskunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Moldrík eiginkona vekur grun um að nýr forsætisráðherra Rússlands hafi auðgast á spillingu

Moldrík eiginkona vekur grun um að nýr forsætisráðherra Rússlands hafi auðgast á spillingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sturlaðist þegar hann taldi viðskiptafélaga sinn hafa svikið sig

Sturlaðist þegar hann taldi viðskiptafélaga sinn hafa svikið sig
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átti sér þann draum að búa og starfa á Íslandi – Fannst látinn fjórum dögum eftir að hann hvarf

Átti sér þann draum að búa og starfa á Íslandi – Fannst látinn fjórum dögum eftir að hann hvarf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný rannsókn – Köttinn þinn langar að éta þig

Ný rannsókn – Köttinn þinn langar að éta þig
Pressan
Fyrir 4 dögum

Spá allt að 30 prósenta hækkun á gullverði

Spá allt að 30 prósenta hækkun á gullverði