fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Smábær með engin umferðarljós í deilu við Facebook

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 9. janúar 2020 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar í smábæ einum í Oregon í Bandaríkjunum leggjast hart gegn áformum Facebook um að sæstrengur, sem fyrirtækið hyggst leggja, komi að landi við bæjarmörkin og tengist landstöð.

Bærinn sem um ræðir heitir Tierra del Mar en þar eru um það bil 200 hús. Engin umferðarljós eru í bænum og þá er farsímasamband afar stopult, að því er segir í frétt AP.

Facebook vill leggja sæstrenginn sem á að ná frá Bandaríkjunum til Asíu og hafa forsvarsmenn fyrirtækisins sagt að svæðið við Tierra del Mar sé eitt fárra sem koma til greina á vesturströnd Bandaríkjanna vegna lagningar sæstrengsins.

Íbúar á svæðinu hafa lýst áhyggjum af hugsanlegum framkvæmdum; þeim fylgi mikið jarðvegsrask og það geti haft áhrif á undirstöður húsa og rotþróarkerfið. Þá benda þeir á að lífríki við ströndina sé viðkvæmt og ef framkvæmdir verði leyfðar muni opnast flóðgáttir annarra framkvæmda.

Það sem gerir baráttu íbúa erfiðari en ella er sú staðreynd að Facebook á lóð skammt frá bænum sem keypt var árið 2018. Forsvarsmenn Facebook segja að framkvæmdir á svæðinu muni taka um það bil mánuð og afleiðingar þeirra verði litlar sem engar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt