fbpx
Föstudagur 25.september 2020
Pressan

Brjálaður út í Harry og Meghan: „Hver í fjandanum halda þau að þau séu?“

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 9. janúar 2020 12:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að ákvörðun þeirra Harry Bretaprins og eiginkonu hans Meghan, hertogaynju af Sussex, að draga sig í hlé frá störfum konungsfjölskyldunnar hafi valdið fjaðrafoki á Bretlandseyjum.

Hjónin tilkynntu í gær að þau hygðust segja sig frá opinberum skyldum konungsfjölskyldunnar og vinna að því að verða fjárhagslega sjálfstæð. Breskir fjölmiðlar hafa greint frá því að Elísabet Bretlandsdrottning hafi verið vonsvikin með tilkynninguna sem hafi komið verulega á óvart.

Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan, sem er jafnframt einn beittasti penninn í Bretlandi, hjólar af krafti í Harry og Meghan í pistli sem hann skrifar fyrir Mail Online. Þar kallar hann eftir því að þau verði hreinlega gerð útlæg úr bresku konungsfjölskyldunni.

„Hver í fjandanum halda þau að þau séu? Í alvöru?“ spyr Morgan sem kveðst hafa séð ýmis uppátækin hjá meðlimum konungsfjölskyldunnar í gegnum tíðina. „En sé litið til þessa hroka, vanvirðingar og þessarar græðgi er ekkert sem kemst með tærnar þar sem „hertoginn og hertogaynjan af Sussex“ hafa hælana,“ segir Morgan. Hann kveðst hafa sett gæsalappir utan um orðin hertogi og hertogaynja því hann voni það heitt og innilega að þau verði það ekki mikið lengur.

Morgan kveðst þeirrar skoðunar að Harry og Meghan ætli sér að haga sér eins og „stjörnurnar“ í Hollywood. Þau ætli að njóta alls þess góða sem krúnulífið gefur þeim en á sama tíma segja sig frá öllu því sem kalla mætti leiðinlegt.

Þá gagnrýnir hann hjónin fyrir það hvernig þau koma fram við fjölmiðla. Á fjölmiðlaviðburðum hefur ákveðið kerfi verið í notkun vegna mikillar ásóknar fjölmiðla í viðburði konungsfjölskyldunnar. Færri hafa komist að en vilja á þessa viðburði og hafa fjölmiðlar þurft að leggja inn umsókn sem síðan er dregið úr. Þeir sem sækja um og fá aðgang eru þó skuldbundnir til að deila efni með öðrum fjölmiðlum sé þess óskað. Hjónin hafa ákveðið að leggja þetta kerfi til hliðar og bjóða frekar útvöldum fjölmiðlum og fjölmiðlamönnum á viðburði. Morgan er ekki hrifinn af því því augljóslega muni blaðamenn sem taldir eru hliðhollir þeim fá boð.

„Jafnvel Vladimir Pútín myndi ekki reyna að stjórna fjölmiðlum með þessum hætti. Sem betur fer engar líkur á því að fjölmiðlar muni fylgja einhverjum „reglum“ þegar þeir fjalla um málefni þeirra tveggja. […] Ef þau vilja verða eins og Kardashian-fjölskyldan, verður fjallað um þau eins og Kardashian-fjölskylduna,“ segir hann.

Pistil Piers Morgan má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Svarti lénsherrann“ dæmdur í 5 ára fangelsi

„Svarti lénsherrann“ dæmdur í 5 ára fangelsi
Í gær

Ótrúlegar lokatölur úr Laxá í Aðaldal

Ótrúlegar lokatölur úr Laxá í Aðaldal
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þurftu að sveigja Alþjóðlegu geimstöðinni fram hjá geimrusli

Þurftu að sveigja Alþjóðlegu geimstöðinni fram hjá geimrusli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ökumaður reyndi að stinga lögregluna af – „Ég þarf svo mikið að kúka“ – Myndband

Ökumaður reyndi að stinga lögregluna af – „Ég þarf svo mikið að kúka“ – Myndband
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þýskur saksóknari segist hafa sannanir fyrir því að Madeleine McCann sé látin

Þýskur saksóknari segist hafa sannanir fyrir því að Madeleine McCann sé látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegt morðmál fyrir dómi – Játar að hafa myrt eiginkonuna með sveðju á götu úti

Óhugnanlegt morðmál fyrir dómi – Játar að hafa myrt eiginkonuna með sveðju á götu úti