fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Bjóða nú upp á HPV-bólusetningar fyrir drengi í Svíþjóð þvert á viðvaranir WHO

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. janúar 2020 06:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Svíþjóð verður drengjum boðið að fá HPV-bólusetningu frá og með næsta hausti en stúlkum hefur staðið bólusetning sem þessi til boða í nokkur ár. Það hefur vakið athygli að Svíar ákveði nú að bjóða upp á þessar bólusetningar fyrir drengi því Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur varað við því vegna skorts á bóluefninu. Sá skortur kemur verst niður á konum í fátækari ríkjum heims.

Sænska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Stúlkum hefur staðið þessi bólusetning til boða en HPV getur orskaða leghálskrabbamein. Sænsk heilbrigðisyfirvöld telja að hægt sé að koma í veg fyrir 120 til 130 krabbameinstilfelli á ári ef drengir verða einnig bólusettir.

WHO hefur áhyggjur af þessum fyrirætlunum Svía vegna skorts á bóluefni en síðasta haust ráðlagði WHO öllum ríkjum heims að hætta að bólusetja drengi gegn HPV. WHO segir að skortur á bóluefni geti orðið til að lágtekjulönd, þar sem níu af hverjum tíu tilfellum leghálskrabbameins koma upp, eigi í erfiðleikum með að halda sig við bólusetningaráætlanir sínar. Af þeim sökum eigi að setja stúlkur í forgang.

Sænska ríkisútvarpið hefur eftir Anders Tegnell, deildarstjóra hjá heilbrigðisráðuneytinu, að greining WHO sé alveg rétt en ekkert tryggi að þótt drengir verði ekki bólusettir í Svíþjóð fari bóluefnið til stúlkna í fátækari ríkjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug