fbpx
Miðvikudagur 05.ágúst 2020
Pressan

Þorpið sem Instagram er að eyðileggja

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 8. janúar 2020 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vesturhluta Austurríkis í Salzkammergut-fjöllum stendur þorpið Hallstatt sem af mörgum er talið vera eitt það fallegasta í heimi. Í þorpinu búa aðeins um 780 manns og frá árinu 1997 hefur það verið á heimsminjaskrá UNESCO.

Íbúar þorpsins hafa nú margir hverjir áhyggjur af því að stríður straumur ferðamanna sé á góðri leið með að eyðileggja þorpið. Vinsældir þess hafa farið mjög vaxandi á undanförnum árum og áratugum, eða allar götur síðan fjallað var um það í vinsælum sjónvarpsþætti í Suður-Kóreu árið 2006.

Vinsældirnar tóku svo stökk árið 2013 þegar teiknimyndin vinsæla Frozen kom út, en því var varpað fram að ævintýrabærinn í myndinni, Arendelle, hefði sótt innblástur til Hallstatt. Þá kemst bærinn yfirleitt á lista um þá staði sem þykja eftirsóttir fyrir Instagram-myndatökur og sjálfur. Ganga sumir svo langt að segja að þetta sé bærinn sem Instagram sé á góðri leið með að eyðileggja.

Nú er svo komið að um 10 þúsund ferðamenn frá Asíu heimsækja bæinn á ári hverju og nemur samanlagður ferðamannafjöldi um einni milljón gesta á ári hverju. Þetta hefur skapað ýmsan vanda fyrir íbúa og fyrirtækjaeigendur í bænum, enda þorpið bæði fámennt og ekki ýkja stórt að flatarmáli.

Í umfjöllun The Times kemur fram að dæmi séu um að ferðamenn hafi gengið óboðnir inn í hús íbúa í þeim tilgangi að fara á salernið. „Einu sinni vaknaði mamma mín við það að kínverskir ferðamenn voru komnir inn í svefnherbergi til hennar,“ segir einn kaffihúsaeigandi í þorpinu.

Þá er rifjað upp að í nóvember hafi eldsvoði eyðilagt hluta af byggingum á sögulegu hafnarsvæði þorpsins sem á rætur sínar að rekja til 16. aldar. Hvort ferðamenn hafi verið þar að verki skal ósagt látið en lögreglu hefur haft málið til rannsóknar síðustu vikur.

Bæjarstjórinn Alexander Scheutz vill fækka ferðamönnum um að minnsta kosti þriðjung en það er ekki beint auðvelt verkefni að koma í veg fyrir heimsóknir ferðamanna. Þannig gripu yfirvöld til þess ráðs að loka vegum í nágrenninu til að torvelda ferðamönnum að komast á svæðið. Það gekk ekki sem skyldi.

„Hallstatt er mikilvægur staður í mennilegarlegu tillite en hann er ekki eins og hvert annað safn,“ segir hann.

Það eru þó ekki allir sammála bæjarstjóranum sem eru ánægðir með þau viðskipti sem fylgja auknum fjölda ferðamanna. Þar sem bærinn er lítill er framboð á hótelherbergjum og gistirýmum ekki ýkja mikið. Sömu sögu má segja af veitingastöðum og hverskonar afþreyingu. Geta hótel leyft sér að rukka gesti um 300 til 400 evrur fyrir hverja nótt. Það eru 40 til 55 þúsund krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Fyrir 3 dögum

Myndband með grunuðum morðingja Madeleine vekur óhug en þykir upplýsandi

Myndband með grunuðum morðingja Madeleine vekur óhug en þykir upplýsandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tölvupóstar koma Zuckerberg í vanda – Sýna tilganginn með kaupunum á Instagram

Tölvupóstar koma Zuckerberg í vanda – Sýna tilganginn með kaupunum á Instagram
Pressan
Fyrir 5 dögum

Biden veitist að Trump – „Hann verður að hætta að tala um klikkuðu konuna“

Biden veitist að Trump – „Hann verður að hætta að tala um klikkuðu konuna“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Milljónaborgin sýður – 52 stiga hiti

Milljónaborgin sýður – 52 stiga hiti
Fyrir 5 dögum

Boltafiskur úr Kleifarvatni

Boltafiskur úr Kleifarvatni
Fyrir 5 dögum

Fátt betra en veiðistund með fjölskyldunni

Fátt betra en veiðistund með fjölskyldunni