fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Stjörnufræðingar steinhissa – 100 stjörnur hafa horfið af himninum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. janúar 2020 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Vetrarbrautinni eru mörg „laus“ og „tóm“ svæði þar sem stjörnur skinu bjart áður. En margar þeirra hafa horfið, sumar hafa endað líf sitt með að breytast í sprengistjörnur og úr hafa orðið gríðarlega öflugar sprengingar. Aðrar hafa smátt og smátt misst getuna til að skína. Hvoru tveggja er eðlilegt í lífi stjarna. En sumar stjarnanna hafa ekki horfið á þennan hátt. Þær virðast bara hverfa út í bláinn án nokkurrar sýnilegrar ástæðu.

Science Alert skýrir frá þessu. Segir miðillinn að þetta hafi kynt undir vangaveltum um að hugsanlega séum við ekki einu vitsmunaverurnar í alheiminum.

Vísindamenn hjá the Vanishing and Appearing Sources (VASCO) hafa komist að því að um 100 stjörnur virðast bara hafa horfið án þess að nokkuð sérstak liggi að baki. Þeir báru saman stjörnukort frá sjötta áratugnum og ný. Niðurstöður rannsóknar þeirra hafa verið birtar í vísindaritinu Astronomical Journal.

Aðalhöfundur rannsóknarinnar er Beatriz Villarroel. Hún og samstarfsfólk hennar bar saman 600 milljónir hluta á himninum til að sjá hvort þeir væru horfnir og gætu þar með verið til merkis um að vitsmunalíf sé að finna utan jarðarinnar.

Þetta er umfangsmikið og seinlegt verkefni sem er eiginlega ekki enn lokið. Vísindamennirnir rannsökuðu einnig minni hluti og svæði í geimnum til að fullvissa sig um að ekkert sé að finna þar sem stjörnur ættu að vera.

Þegar upp var staðið voru rúmlega 151.000 stjörnur skráðar sem voru horfnar. Það var hægt að „skera“ þessa tölu niður í rúmlega 23.000 stjörnur þegar búið var að staðfesta að hinar höfðu fært sig hraðar um set en ráð var fyrir gert. Eftir ítarlega yfirferð á þessum 23.000 stjörnum standa vísindamennirnir eftir með 100 stjörnur sem virðast bara hafa horfið eins og dögg fyrir sólu.

Science Alert hefur eftir Villarroel að vísindamennirnir séu mjög spenntir fyrir að halda áfram rannsóknum sínum á örlögum þessara 100 stjarna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug