Sunnudagur 26.janúar 2020
Pressan

Skemmta ljóskur sér betur en aðrir?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. janúar 2020 07:02

Ætli hún skemmti sér betur? Mynd:Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í lagi Rod Stewart frá 1978, Blondes have more fun, eru ljóskur viðfangsefnið og þeim hampað fyrir að skemmta sér betur en aðrir. En er þetta rétt? Skemmta ljóskur sér virkilega betur en fólk með annan háralit?

Þessi spurning virðist hafa leitað á hóp danskra vísindamanna sem ákvað að rannsaka málið að sögn Videnskab.dk. Segir miðillinn að hópur lækna og vísindamanna frá Herlev sjúkrahúsinu, háskólasjúkrahúsinu í Óðinsvéum og háskólasjúkrahúsinu í Køge hafi rannsakað þetta með því að nota vatnsrennibraut. Niðurstöður rannsóknarinn voru nýlega birtar í ástralska vísindaritinu Medical Journal of Australia.

Videnskab.dk hefur eftir Dennis Bregner Zetner, lækni og doktorsnema og aðalhöfundi rannsóknarinnar, að hópurinn hafi verið á námskeiði í Tyrklandi. Hlé hafi verið gert á námskeiðinu um miðjan daginn og hafi verið ákveðið að fara í vatnsrennibraut til að rannsaka hvort ljóskur skemmtu sér betur en aðrir.

Niðurstöðurnar voru að ljóskur skemmta sér vel en það gerir fólk með annan háralit einnig.

Vísindamennirnir fengu 21 námskeiðsgest til að taka þátt í rannsókninni með því að fara í vatnsrennibrautina. Þátttakendurnir vissu ekki um hvað rannsóknin snerist. Áður en fólkið fór í rennibrautina var hæð þess mæld, það vigtað og háralitur skráður. Hópurinn samanstóð af 10 ljóskum, 9 ekki ljóskum og 2 sköllóttum. Rétt er að taka fram að rannsóknin var gerð til gamans og lá ekki mikil alvara að baki henni.

Áður en fólkið fór í rennibrautina fyllti það út spurningalista um hvernig skapi það var í, til dæmis hvort það var þreytt, ringlað, reitt og svo framvegis. Að ferð í rennibrautinni lokinni svöruðu þátttakendurnir spurningalistanum aftur og öðrum þar sem þeir merktu við hversu vel þeir hefðu skemmt sér.

Síðan fór fólkið aftur í rennibrautina en áður var það beðið um að „núllstilla“ sig. Það er aðferð sem er oft notuð í rannsóknum. Til dæmis við lyfjarannsóknir þar sem þátttakendur skipta um lyf en ferlið tekur um viku. Það var enginn tími til þess í þessari léttu rannsókn Dananna og sagði Zetner að „núllstillingin“ hafi falist í því að þátttakendur voru látnir fara í sturtu áður en þeir fóru aftur í rennibrautina. Í þeirri ferð áttu þeir að liggja allan tímann. Síðan fylltu þeir aftur út spurningalista.

Niðurstaðan var að ekki var marktækur munur á hversu vel ljóskur og aðrir skemmtu sér í vatnsrennibrautinni. Eða eins og Zetner sagði:

„Niðurstöðurnar voru skýrar: Við fundum engar sannanir fyrir að ljóskur skemmti sér betur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Besta atvinnutækifæri ársins? Auglýsa eftir fólki til að annast reksturs kaffihúss á lítilli eyju – Ókeypis húsnæði og uppihald

Besta atvinnutækifæri ársins? Auglýsa eftir fólki til að annast reksturs kaffihúss á lítilli eyju – Ókeypis húsnæði og uppihald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Undraðist mikla rafmagnsnotkun í sumarbústaðnum – Ókunnugur maður átti sökina

Undraðist mikla rafmagnsnotkun í sumarbústaðnum – Ókunnugur maður átti sökina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maður reyndi að smygla lifandi fuglum í ferðatöskunni sinni

Maður reyndi að smygla lifandi fuglum í ferðatöskunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Moldrík eiginkona vekur grun um að nýr forsætisráðherra Rússlands hafi auðgast á spillingu

Moldrík eiginkona vekur grun um að nýr forsætisráðherra Rússlands hafi auðgast á spillingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sturlaðist þegar hann taldi viðskiptafélaga sinn hafa svikið sig

Sturlaðist þegar hann taldi viðskiptafélaga sinn hafa svikið sig
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átti sér þann draum að búa og starfa á Íslandi – Fannst látinn fjórum dögum eftir að hann hvarf

Átti sér þann draum að búa og starfa á Íslandi – Fannst látinn fjórum dögum eftir að hann hvarf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný rannsókn – Köttinn þinn langar að éta þig

Ný rannsókn – Köttinn þinn langar að éta þig
Pressan
Fyrir 4 dögum

Spá allt að 30 prósenta hækkun á gullverði

Spá allt að 30 prósenta hækkun á gullverði