fbpx
Þriðjudagur 11.ágúst 2020
Pressan

NASA birtir mynd – Ein stærsta ráðgáta samtímans

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. janúar 2020 06:00

Hver gerði þetta og af hverju? Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki á hverjum degi sem maður sér 3,5 kílómetra háan mann. En í eyðimörkinni nærri bænum Marree í norðurhluta South Australia í Ástralíu er hægt að sjá einn slíkan. Maðurinn er búinn til úr jarðvegi. Hann uppgötvaðist 1998 af flugmanni sem flaug yfir svæðið. Bandaríska geimferðastofnunin NASA birti nýlega mynd af manninum en hún var tekin í júní á síðasta ári.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá NASA. Ekki er vitað hver bjó manninn, sem er nefndur Marree Man, til. Því hefur verið velt upp hvort listamenn frá Alice Springs hafi verið að verki en enginn hefur viljað gangast við því.

Listaverkið var við það að hverfa vegna ágangs vinds en nú eru um 30 sm djúpar útlínur þess sjáanlegar á nýjan leik. Ástæðan er að kaupsýslumaður á svæðinu ákvað 2016 að borga fyrir að láta skerpa útlínur listaverksins.

Hann hefur einnig heitið sem svarar til um 400.000 íslenskra króna í verðlaun fyrir upplýsingar um hver gerði listaverkið en málið er af sumum talið vera ein stærsta ráðgáta samtímans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Í gær

Enn er sótt að Andrew prins – „Þetta voru lengstu 10 mínútur lífs míns“

Enn er sótt að Andrew prins – „Þetta voru lengstu 10 mínútur lífs míns“
Í gær

Fiskurinn að mæta Miðdalsá 

Fiskurinn að mæta Miðdalsá 
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný bylgja kórónuveirunnar er skollin á Finnlandi

Ný bylgja kórónuveirunnar er skollin á Finnlandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rúmlega ein milljón kórónuveirusmita í Afríku

Rúmlega ein milljón kórónuveirusmita í Afríku
Fyrir 4 dögum

Gylfi Sig við veiðar í Grímsá í Borgarfirði

Gylfi Sig við veiðar í Grímsá í Borgarfirði
Fyrir 4 dögum

Maríulaxinn í topp ánni

Maríulaxinn í topp ánni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hefur spáð rétt um úrslit bandarískra kosninga í 36 ár – Sjáðu 2020 spána

Hefur spáð rétt um úrslit bandarískra kosninga í 36 ár – Sjáðu 2020 spána
Pressan
Fyrir 4 dögum

Endaði afklæddur á götunni eftir misheppnað rán – Sjáðu myndbandið

Endaði afklæddur á götunni eftir misheppnað rán – Sjáðu myndbandið