fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Dæmi um tjón af völdum munntóbaks hjá 12 ára barni – Hætta á krabbameini og heilaskaða

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. janúar 2020 08:02

Snús. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skólatannlæknar í Esbjerg í Danmörku uppgötvuðu á síðasta ári að mörg skólabörn voru með skaddað tannhold og slímhimnu í munni en þetta eru dæmigerð merki um notkun á munntóbaki (snúsi).

Þetta varð til þess að síðasta hálfa árið hafa tannlæknarnir rannsakað notkun munntóbaks 12 til 18 ára barna og unglinga. Í umfjöllun Danska ríkisútvarpsins um málið er haft eftir Charlotta Pisinger, prófessor í tóbaksvörnum við Kaupmannahafnarháskóla, að full ástæða sé til að rannsaka þetta því notkun á munntóbaki geti haft alvarlegar afleiðingar.

„Snús er mjög ávanabindandi. Margar rannsóknir sýna að heilar barna verða fyrir tjóni af völdum nikótíns. Ef maður notar snús daglega aukast líkurnar á að fá krabbamein og aðra lífsstílssjúkdóma.“

Er haft eftir henni.

Ekki liggja fyrir neinar nákvæmar upplýsingar um notkun grunnskólanema á snúsi og því eru allir á aldrinum 12 til 18 ára í Esbjerg nú spurðir út í notkun þeirra á snúsi og/eða vitneskju um slíka notkun annarra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?