fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Brenndu heimaverkefnin og komust lífs af

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 8. janúar 2020 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sextán ára piltur í Bresku-Kólumbíu í suðvesturhluta Kanada getur fært kennara sínum góða afsökun fyrir því að hafa ekki skilað heimaverkefni sínu þessa vikuna.

Pilturinn var ásamt jafnaldra sínum og vini í snjóbrettaferð á Whitewater-skíðasvæðinu, skammt frá borginni Nelson, þegar þeir villtust. Piltarnir fóru út fyrir merkt svæði síðastliðinn sunnudag með þeim afleiðingum að þeir komust ekki til baka. Mjög kalt var í veðri á þessum slóðum og enduðu piltarnir á að dvelja utandyra úti í óbyggðum aðfaranótt mánudags.

Þyrluflugmenn sem leituðu piltanna komu þeim til bjargar á mánudagsmorgun og voru þeir þá orðnir nokkuð kaldir.

Það sem varð piltunum ef til vill til lífs, eða kom í veg fyrir alvarleg kalsár að minnsta kosti, var að annar þeirra var með með skólatöskuna sína meðferðis. Í töskunni voru bækur og heimaverkefni sem piltarnir ákváðu að brenna til að halda á sér hita.

„Þeir gerðu allt rétt,“ segir Jim Kyle, forsvarsmaður björgunarsveitarinnar í Nelson, í samtali við Nelson Daily. Piltarnir voru fluttir til aðhlynningar á sjúkrahús en þeir fengu að fara að lokinni skoðun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug