Sunnudagur 26.janúar 2020
Pressan

Brenndu heimaverkefnin og komust lífs af

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 8. janúar 2020 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sextán ára piltur í Bresku-Kólumbíu í suðvesturhluta Kanada getur fært kennara sínum góða afsökun fyrir því að hafa ekki skilað heimaverkefni sínu þessa vikuna.

Pilturinn var ásamt jafnaldra sínum og vini í snjóbrettaferð á Whitewater-skíðasvæðinu, skammt frá borginni Nelson, þegar þeir villtust. Piltarnir fóru út fyrir merkt svæði síðastliðinn sunnudag með þeim afleiðingum að þeir komust ekki til baka. Mjög kalt var í veðri á þessum slóðum og enduðu piltarnir á að dvelja utandyra úti í óbyggðum aðfaranótt mánudags.

Þyrluflugmenn sem leituðu piltanna komu þeim til bjargar á mánudagsmorgun og voru þeir þá orðnir nokkuð kaldir.

Það sem varð piltunum ef til vill til lífs, eða kom í veg fyrir alvarleg kalsár að minnsta kosti, var að annar þeirra var með með skólatöskuna sína meðferðis. Í töskunni voru bækur og heimaverkefni sem piltarnir ákváðu að brenna til að halda á sér hita.

„Þeir gerðu allt rétt,“ segir Jim Kyle, forsvarsmaður björgunarsveitarinnar í Nelson, í samtali við Nelson Daily. Piltarnir voru fluttir til aðhlynningar á sjúkrahús en þeir fengu að fara að lokinni skoðun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Besta atvinnutækifæri ársins? Auglýsa eftir fólki til að annast reksturs kaffihúss á lítilli eyju – Ókeypis húsnæði og uppihald

Besta atvinnutækifæri ársins? Auglýsa eftir fólki til að annast reksturs kaffihúss á lítilli eyju – Ókeypis húsnæði og uppihald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Undraðist mikla rafmagnsnotkun í sumarbústaðnum – Ókunnugur maður átti sökina

Undraðist mikla rafmagnsnotkun í sumarbústaðnum – Ókunnugur maður átti sökina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maður reyndi að smygla lifandi fuglum í ferðatöskunni sinni

Maður reyndi að smygla lifandi fuglum í ferðatöskunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Moldrík eiginkona vekur grun um að nýr forsætisráðherra Rússlands hafi auðgast á spillingu

Moldrík eiginkona vekur grun um að nýr forsætisráðherra Rússlands hafi auðgast á spillingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sturlaðist þegar hann taldi viðskiptafélaga sinn hafa svikið sig

Sturlaðist þegar hann taldi viðskiptafélaga sinn hafa svikið sig
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átti sér þann draum að búa og starfa á Íslandi – Fannst látinn fjórum dögum eftir að hann hvarf

Átti sér þann draum að búa og starfa á Íslandi – Fannst látinn fjórum dögum eftir að hann hvarf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný rannsókn – Köttinn þinn langar að éta þig

Ný rannsókn – Köttinn þinn langar að éta þig
Pressan
Fyrir 4 dögum

Spá allt að 30 prósenta hækkun á gullverði

Spá allt að 30 prósenta hækkun á gullverði