Sunnudagur 26.janúar 2020
Pressan

Klámsíða þarf að greiða 22 konum 1,5 milljarða í bætur – Fengu ekki að vita að myndbönd af þeim yrðu birt opinberlega

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. janúar 2020 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómstóll í San Diego í Bandaríkjunum hefur dæmt eigendur og framkvæmdastjóra klámsíðunnar GirlsDoPorn til að greiða tæplega 20 konum sem nemur 1,5 milljarði íslenskra króna í bætur. Konurnar stefndu klámsíðunni og sögðust hafa verið blekktar til að leika í klámmyndum án þess að vita að þær yrðu birtar á internetinu.

Myndböndin voru birt á heimasíðu GirlsDoPorn og enduðu síðan á stórum klámsíðum á borð við Pornhub.

The Guardian segir að dómarinn, Kevin Enright, hafi komist að þeirri niðurstöðu að hinir stefndu hafi gerst sekir um blekkingar og samningsbrot með því að ljúga að konunum um hvernig dreifingu á myndböndunum yrði háttað. Tæplega tveir tugir kvenna stefndu klámsíðunni. Enright féllst á allar kröfur kvennanna á hendur þeim 13 aðilum sem þær stefndu fyrir dóm vegna málsins. Meðal hinna stefndu eru Michael James Pratt, 36 ára, og Matthew Isaac Wolfe, 37 ára, eigendur síðunnar. Einnig var Ruben Andre Garcia, 31 árs, klámmyndaleikara, stefnt.

Auk bótanna sem Enright úrskurðaði konunum dæmdi hann þeim eignarrétt á myndböndunum sem þær léku í og fyrirskipaði hinum stefndu að fjarlægja þau af vefnum. Hann fyrirskipaði einnig GirlsDoPorn að láta koma fram í öllum auglýsingum eftir leikurum í framtíðinni að myndböndin verði birt á netinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Besta atvinnutækifæri ársins? Auglýsa eftir fólki til að annast reksturs kaffihúss á lítilli eyju – Ókeypis húsnæði og uppihald

Besta atvinnutækifæri ársins? Auglýsa eftir fólki til að annast reksturs kaffihúss á lítilli eyju – Ókeypis húsnæði og uppihald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Undraðist mikla rafmagnsnotkun í sumarbústaðnum – Ókunnugur maður átti sökina

Undraðist mikla rafmagnsnotkun í sumarbústaðnum – Ókunnugur maður átti sökina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maður reyndi að smygla lifandi fuglum í ferðatöskunni sinni

Maður reyndi að smygla lifandi fuglum í ferðatöskunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Moldrík eiginkona vekur grun um að nýr forsætisráðherra Rússlands hafi auðgast á spillingu

Moldrík eiginkona vekur grun um að nýr forsætisráðherra Rússlands hafi auðgast á spillingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sturlaðist þegar hann taldi viðskiptafélaga sinn hafa svikið sig

Sturlaðist þegar hann taldi viðskiptafélaga sinn hafa svikið sig
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átti sér þann draum að búa og starfa á Íslandi – Fannst látinn fjórum dögum eftir að hann hvarf

Átti sér þann draum að búa og starfa á Íslandi – Fannst látinn fjórum dögum eftir að hann hvarf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný rannsókn – Köttinn þinn langar að éta þig

Ný rannsókn – Köttinn þinn langar að éta þig
Pressan
Fyrir 4 dögum

Spá allt að 30 prósenta hækkun á gullverði

Spá allt að 30 prósenta hækkun á gullverði