fbpx
Laugardagur 26.september 2020
Pressan

Þurfti að skilja eiginkonuna eftir í Wuhan – Bretar settir í einangrun í tvær vikur

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 29. janúar 2020 11:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir Bretar sem dvalið hafa í kínversku borginni Wuhan verða settir í einangrun í tvær vikur eftir að heim er komið. Þetta hefur Sky News samkvæmt heimildum sínum og bætir við að fólkinu verði að líkindum komið fyrir í herstöð. Þetta er gert til að draga úr líkum á frekari útbreiðslu kórónaveirunnar.

Talið er að um tvö hundruð breskir ríkisborgarar séu í Wuhan en þeim ríkisborgurum sem vilja verður boðið að fljúga til Bretlands. Ráðgert að flogið verði frá borginni snemma í fyrramálið.

British Airways tilkynnti í morgun að félagið myndi hætta tímabundið öllu flugi til og frá meginlandi Kína.

Mail Online ræddi við einn breskan ríkisborgara sem dvalið hefur í Wuhan. Maðurinn, Jeff Siddle, er kvæntur kínverskri konu og segir hann að henni standi ekki til boða að fara með honum til Bretlands. Þau eiga saman níu ára dóttur og hefur hún kost á að fara með föður sínum.

Þeir Bretar sem Mail Online ræddi við segjast hafa fengið þær upplýsingar að enginn yrði settur í einangrun við komuna til Bretlands. Það virðist hafa breyst því eins og fyrr segir hefur Sky News heimildir fyrir því að tveggja vikna einangrun bíði við heimkonuna.

Nú þegar hafa tæplega sex þúsund tilfelli veirunnar verið staðfest í Kína og 132 dauðsföll. 5.327 manns sýktust af SARS-veirunni frá nóvember 2002 og fram í júlí 2003. Dánartíðni var þó hærri í SARS-veirunni því staðfest dauðsföll af völdum hennar voru 349.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Svarti lénsherrann“ dæmdur í 5 ára fangelsi

„Svarti lénsherrann“ dæmdur í 5 ára fangelsi
Í gær

Ótrúlegar lokatölur úr Laxá í Aðaldal

Ótrúlegar lokatölur úr Laxá í Aðaldal
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þurftu að sveigja Alþjóðlegu geimstöðinni fram hjá geimrusli

Þurftu að sveigja Alþjóðlegu geimstöðinni fram hjá geimrusli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ökumaður reyndi að stinga lögregluna af – „Ég þarf svo mikið að kúka“ – Myndband

Ökumaður reyndi að stinga lögregluna af – „Ég þarf svo mikið að kúka“ – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þýskur saksóknari segist hafa sannanir fyrir því að Madeleine McCann sé látin

Þýskur saksóknari segist hafa sannanir fyrir því að Madeleine McCann sé látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegt morðmál fyrir dómi – Játar að hafa myrt eiginkonuna með sveðju á götu úti

Óhugnanlegt morðmál fyrir dómi – Játar að hafa myrt eiginkonuna með sveðju á götu úti