fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Þrengt að notkun innkaupapoka í Danmörku

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 29. janúar 2020 08:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska þingið samþykkti í síðustu viku að frá og með næstu áramótum verði verslunum óheimilt að útdeila ókeypis plastpokum til viðskiptavina sinna. Auk þess verður sett lágmarksverð á plastpoka og mun það nema sem svarar til um 75 íslenskra króna. En það verður ekki bara sett lágmarksverð á plastpoka því það mun einnig ná til bréfpoka og poka úr öðrum efnum. Það verður því ansi hagkvæmt að muna eftir fjölnota innkaupapokum eða netum þegar farið er að versla.

Danska ríkisútvarpið hefur eftir Lea Wermelin, umhverfisráðherra, að þetta sé skref í rétta átt í þeirri viðleitni að draga úr plastnotkun og auka notkun margnota poka. Mikilvægt sé að fólk hugsi sig vel um og nái breyta hegðun sinni í þessum efnum ef hægt á að vera að skila grænni plánetu til komandi kynslóða. Það sé ljóst að þetta eitt og sér leysi ekki vandann en sé mikilvægt skref í að meiri endurnýting verði í hagkerfinu.

Einu plastpokarnir sem verða undanþegnir banninu eru þunnir pokar eins og eru oft notaðir í grænmetis- og ávaxtadeildunum en það er af hreinlætisástæðum og til að koma í veg fyrir matarsóun.

Allir flokkar nema Nye Borgerlige og Liberal Alliance greiddu atkvæði með frumvarpinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Í gær

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Megrunarlyf á að stöðva dauðaferli heilafruma – „Þetta lofar góðu“

Megrunarlyf á að stöðva dauðaferli heilafruma – „Þetta lofar góðu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 3 dögum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn