Fimmtudagur 20.febrúar 2020
Pressan

Þetta eru vinsælustu „fjarvistarsannanir“ þeirra sem halda framhjá

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 29. janúar 2020 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú værir að halda framhjá maka þínum hvaða afsökun myndir þú nota til að útskýra fjarveru þína og heimsóknir til viðhaldsins? Það verður auðvitað að vera trúverðug afsökun sem þú setur fram. Það gengur ekki að segjast þurfa að vinna frameftir ef þú hefur nýlega talað um hvað það er lítið að gera í vinnunni. Að segjast ætla í ræktina virkar heldur ekki ef þú átt ekki einu sinni íþróttaföt eða skó. En fólk kemur með ýmsar „fjarvistarsannanir“ þegar kemur að því að hitta viðhaldið og er ákveðinn munur á kynjunum hvað þetta varðar.

Í nýlegri könnun sem vefsíðan Illicit Encounters, sem er vefsíða ætluð fólki sem stundar framhjáhald, svöruðu 2.000 notendur hvaða afsökun/fjarvistarsönnun þeir notuðu. Niðurstaðan er að frumleiki er eitthvað sem ekki fer mikið fyrir í þessum efnum.

Hjá konunum lítur listinn svona út, vinsælustu „fjarvistarsannanirnar“ efst og síðan koll af kolli.

Er að fara í ræktina.

Ætla að hitta vinkonurnar.

Þarf að vinna frameftir.

Ætla að hitta vinnufélaga eftir vinnu.

Ætla að viðra hundinn.

Þarf að versla.

Ætla að hitta ættingja.

Ætla að hitta bestu vinkonu mína.

Ætla á snyrtistofu.

Er að fara á íþróttaæfingu.

Hjá körlunum lítur listinn svona út:

Er að fara að horfa á fótbolta.

Er að fara að spila golf.

Þarf að vinna frameftir.

Ætla að hitta vinnufélaga eftir vinnu.

Ætla að viðra hundinn.

Ætla í ræktina.

Er að fara á íþróttaæfingu.

Ætla að hitta besta vin minn.

Ætla að hitta ættingja mína.

 

Niðurstaðan er sem sagt að konur nota helst afsakanir á borð við að þær séu að fara í ræktina, hitta vini eða vinna frameftir þegar þær ætla að hitta viðhaldið. Karlar treysta hins vegar frekar á íþróttir sem afsökun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kallar eftir því að Madoff verði sleppt úr fangelsi

Kallar eftir því að Madoff verði sleppt úr fangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

30 ára gamall bæklingur getur valdið Michael Bloomberg vandræðum – „Þú getur ekki eytt fortíðinni“

30 ára gamall bæklingur getur valdið Michael Bloomberg vandræðum – „Þú getur ekki eytt fortíðinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hyggjast endurreisa draugabæ á þekktum sumarleyfisstað

Hyggjast endurreisa draugabæ á þekktum sumarleyfisstað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rúmlega helmingur lögregluþjóna í umferðardeild maltnesku lögreglunnar handteknir

Rúmlega helmingur lögregluþjóna í umferðardeild maltnesku lögreglunnar handteknir