fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Gríðarlegur engisprettufaraldur í Austur-Afríku – Ógnar fæðuöryggi í álfunni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 29. janúar 2020 21:30

Engispretta. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gríðarlegur engisprettufaraldur er nú í Austur-Afríku. Þar ógna milljónir engispretta gróðri á stórum svæðum en þær éta allt sem á vegi þeirra verður. Einn sveimurinn var um 60 kílómetra langur og 40 kílómetra breiður.  Nú stefna engispretturnar á svæði sem hefur verið sagt vera hveitiforðabúr Eþíópíu. Það er ekki á það bætandi fyrir þetta svæði að fá svona stóran engisprettufaraldur því miklir þurrkar hafa verið og gróður og uppskera í lágmarki. Engispretturnar ógna því matvælaörygginu í Austur-Afríku.

FAO, matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna, segir að engisprettufaraldurinn ógni matvælaöryggi í Eþíópíu, Kenía og Sómalíu. Mikilvægt sé að takast á við faraldurinn eins fljótt og hægt er og vinna SÞ að því að koma aðstoð til svæðisins. Þörf er á mat fyrir íbúa og skordýraeitri til að drepa engispretturnar. SÞ vara við að ef ekki verður tekist á við faraldurinn geti engispretturnar verið orðnar 500 sinnum fleiri í júní.

„Þær eyðileggja allt sem á vegi þeirra verður. Við viljum að yfirvöld sendi flugvélar sem geta úðað eitri og drepið þær annars eyðileggja þær allt.“

Sagði Esther Ndanu, bóndi, í samtali við AP.

Í hverjum sveimi geta verið mörg hundruð milljónir engispretta og geta þær lagt allt að 150 km að baki á degi hverjum í miskunarlausri leit sinni að fæðu. Meðalsveimurinn inniheldur um 150 milljónir dýra sem geta á einum degið étið uppskeru sem gæti brauðfætt 2.500 manns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?