fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Fjöldagröf og myrt fjölskylda – 35.000 voru myrtir í Mexíkó á síðasta ári

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 29. janúar 2020 18:30

Frá Mexíkó. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

34.582 morð, settu á síðsta ári sorglegt met í sögu Mexíkó, næstum 95 voru drepnir á hverjum degi að meðaltali. Tölur frá mexíkóskum yfirvöldum sína fram á þetta. Þetta er mesti fjöldi morða á einu ári í Mexíkó, síðan farið var að halda opinbera skrá yfir morð, talan en 2,5% hærri en árið 2018.

Aukingin á morðum átti sér stað þrátt fyrir að forseti landsins hafi notað fyrsta ár sitt í embætti til þess að berjast gegn glæpum tengdum fíkniefnahringjum í Mexíkó, honum hefur enn ekki tekist að draga úr morðum. Mikið hefur verið um alvarlegt ofbeldi og morð í Mexíkó síðan árið 2006, þegar yfirvöld lýstu yfir stríði gegn fíkniefnum, her landsins hefur verið dreginn inn í það stríð.

Andreas Manues Lopez Obrador forseti hefur, andsætt fyrirrennurum sínum, sagt að hann sé ekki í stríði við glæpasamtökin. Hann hefur í stað þess lofað að ráðast gegn spillingu og veita auknu fjármagni til félagsmála í stað hersins. Þrátt fyrir þetta komu upp fleiri mál á síðasta ári þar sem fólk var drepið í uppgjörum á milli gengja og glæpasamtaka.

Þrjár konur og sex börn drepin í uppgjöri

Í nóvember á síðasta ári kostaði barátta tveggja glæpasamtaka stóra fjölskyldu lífið í Norður Mexíkó. Fölskylda af amerískum og mar­okkósk­um uppruna lenti í skothríðinni á milli tveggja glæpasamtaka. Meðlimir samtakanna hófu skothríð á bíl fórnarlambanna, sem talið er að þeir hafi tekið í misgripum fyrir bíl meðlima annarra glæpasamtaka. Þrjár konur og sex börn voru skotin til bana, ein kvennanna þegar hún steig út úr bílnum til að gefa skotmönnunum merki um að fjölskyldan hefði ekkert með glæpasamtökin að gera. Átta börn fundust á lífi í nágrenni vettvangsins, en þau höfðu leitað skjóls í runnum.

Í nóvember hóf lögreglan rannsókn á grimmilegu máli, eftir að 50 lík fundust á bóndabæ á svæði þar sem Jalisco Nueva Genaracion glæpasamtökin halda til.

Arfur El Chapo

Stríðið sem nú stendur yfir á milli glæpasamtakanna er afleiðingar þess að El Chapo Guzman var fangelsaður á síðasta ári. Fram að því var hann leiðtogi stærstu glæpasamtakanna, Sinaloa-samtakanna, sem stóð fyrir stórum hluta fíkniefnaviðskiptanna í Mexíkó og Bandaríkjunum. El Chapo Guzman var einn þeirra leiðtoga sem mexíkóski herinn hafði fylgst vel með. Margir leiðtogar glæpasamtaka hafa lent á bak við lás og slá í kjölfar fíkniefnastríðsins, á meðan aðrir hafa verið myrtir. Í stað samtakanna hafa sprottið upp minni hópar sem berjast um yfirrráð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skilningarvitin hætta að starfa í ákveðinni röð þegar fólk er að deyja

Skilningarvitin hætta að starfa í ákveðinni röð þegar fólk er að deyja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“