fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Enska biskupakirkjan segir að pör í staðfestri samvist eigi að halda sig frá kynlífsiðkun

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 29. janúar 2020 20:30

Kynlíf gegn frjókornaofnæmi!

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau pör sem staðfesta samvist sína eiga að halda sig frá því að stunda kynlíf. Skiptir þá engu hvort um er að ræða karl og konu eða fólk af sama kyni. Þetta er skoðun Ensku biskupakirkjunnar sem sendi nýlega frá sér álit um þetta í kjölfar lagabreytingar sem heimilar gagnkynhneigðu fólki einnig að staðfesta samvist sína en fram að þessu var það aðeins samkynhneigt fólk sem mátti skrá sig í staðfesta samvist.

Sky skýrir frá þessu. Segir að í tilkynningu frá biskuparáði kirkjunnar komi fram að það breyti ekki fyrra áliti sínu um að þeir sem eru skráðir í staðfesta samvist eigi að halda sig frá því að stunda kynlíf og byggja sambandið á vináttu.

„Fyrir kristið fólk er hjónabandið ævilangt samband karls og konu, staðfest með hjúskaparheitum, og það er rétti vettvangurinn fyrir kynferðislega virkni.“

Það var á nýársdag sem ný lög tóku gildi sem heimila gagnkynhneigðu fólki að skrá sig í staðfesta samvist en samkynhneigt fólk fékk þessi réttindi með lögum 2004 og 2013 fékk það heimild til að ganga í hjónaband. Nýju lögin voru viðbrögð þingsins við úrskurði hæstaréttar um að það væri mismunun að aðeins samkynhneigt fólk megi skrá sig í staðfesta samvist.

Þegar fólk skráir sig í staðfesta samvist nýtur það sömu réttinda og þeir sem ganga í hjónaband. Enska biskupakirkjan heimilar prestum að vera í staðfestri samvist með fólki af sama kyni en setur það skilyrði að kynlíf sé ekki stundað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug