fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Fyrrverandi yfirmaður Interpol dæmdur í 13 ára fangelsi fyrir milljónamútur

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 28. janúar 2020 22:45

Meng Hongwei. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meng Hongwei, sem er fyrrverandi yfirmaður Interpol, var dæmdur í 13 og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa tekið við yfir 258 milljónum króna í mútur. Dómstólar í kínversku borginni Tianjin greina frá þessu samkvæmt fréttamiðlinum Reuters.

Meng Hongwei játaði, strax í upphafi réttarhaldanna í júní, að hafa tekið við milljónunum. Kínverks yfirvöld greindu frá því í október 2018 að fyrrverandi yfirmaður hjá Interpol sætti rannsókn vegna lögbrota. Sama dag greindi Interpol frá því að Meng Hongwei hefði sagt starfi sínu lausu.

Konan tilkynnti að hans væri saknað

Þegar þetta átti sér stað hafði Meng Hongwei verið saknað í tvær vikur. Það var kona hans sem tilkynnti að hans væri saknað, þegar hann snéri ekki heim eða á skrifstofu sína í Frakklandi, eftir ferð til Kína. Það kom í ljós síðar að hann hafði verið handtekinn í heimalandi sínu.

Meng Hongwei var varaöryggismálaráðherra Kína, áður en hann varð yfirmaður hjá Interpol. Í mars 2019 var hann rekinn úr kommúnistaflokknum í kjölfar herferðar gegn spillingu, sem Xi Jinping setti í gang. Það kom í ljós að hann hafði notað stórar fjárhæðir af fjármunum ríkisins, misbeitt valdi sínu og neitað að fara eftir því sem kommúnistaflokkurinn ákvað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?