fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Frans páfi biður kaþólikka um að taka ekki þátt í gyðingahatri

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 28. janúar 2020 20:30

Fangar frelsaðir í Dachau útrýmingarbúðunum. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðinn sunnudag bað Frans páfi kaþólikka, sem er um 1,3 milljarðar, um að segja „Aldrei aftur“ við Helförinni. Þetta sagði hann í tengslum við að það eru 75 ár síðan fangar í útrýmingarbúðum í hinu hertekna Póllandi, voru frelsaðir.

Í vikulegri ræðu sinni ræddi páfinn um að hinn 27. janúar voru liðin 75 ár síðan her Sovétmanna, frelsaði fangana í Auschwitz-Birkenau.

„Það er ófyrirgefanlegt að sýna þessum stóra harmleik, þessari grimmd skeytingarleysi, það er skylda okkar að muna“.

„Á morgun er okkur öllum boðið að taka frá stutta stund til bæna og íhugunar, á meðan við segjum öll í hjörtum okkar: Aldrei aftur“, var meðal þess sem páfinn hafði að segja.

Meira en ein milljón manns, aðallega gyðingar, voru myrtir í Auschwitz-Birkenau í seinni heimstyrjöldinni. Páfinn hafði áður greint frá því að leynilegt skjalasafn Vatíkansins um Pius páfa í seinni heimsstyrjöldinni verði opnað í mars. Hópar gyðinga hafa farið fram á það í áratugi að það verði gert.

Að undanförnu hefur orðið aukning á gyðingahatri í Evrópu og í Bandaríkjunum. Aukning sem páfinn hefur kallað „hrottalega endurvakningu“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar