fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Hvarf Anne-Elisabeth – Eiginmaðurinn hafði mikilvægar upplýsingar fram að færa

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 27. janúar 2020 07:02

Anne-Elisabeth Falkevik Hagen og heimili hjónanna. Skjáskot af vef Aftenposten.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í lok október 2018 hvarf Anne-Elisabeth Hagen af heimili sínu í útjaðri Osló. Ekkert hefur spurst til hennar síðan og í síðustu viku var hún formlega skráð látin hjá lögreglunni sem vinnur enn að rannsókn málsins. Málið er ansi snúið en í fyrstu var talið að henni hefði verið rænt til að fá lausnargjald greitt en miðar með kröfu um greiðslu lausnargjalds voru skildir eftir á heimil Hagen-hjónanna daginn sem Anne-Elisabeth hvarf. Þau hjónin eru meðal ríkustu Norðmannanna og því eftir miklu að slægjast.

Rannsókn lögreglunnar miðaðist því í upphafi við að Anne-Elisabet hefði verið rænt en síðasta sumar fór rannsóknin í nýjan farveg þar sem lögreglan taldi þá orðið líklegast að hún hefði verið myrt þennan örlagaríka dag.

VG skýrði frá því um helgina að Tom Hagen, eiginmaður Anne-Elisabeth, hafi skýrt lögreglunni frá því að húslykill, sem var geymdur í bílskúrnum, hafi verið horfinn þegar hvarf eiginkonu hans uppgötvaðist. Lögreglan útilokar ekki að sá eða þeir, sem námu Anne-Elisabeth á brott og urðu henni væntanlega að bana, hafi komist inn í húsið með því að nota þennan lykil.

VG segist hafa heimildir fyrir að engin ummerki um innbrot hafi verið til staðar.

Talsmaður lögreglunnar staðfesti að lögreglan hefði fengið þessar upplýsingar en vildi ekki skýra frá hvaða áhrif þær hefðu haft á rannsóknina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?