fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Hann gerði allt til að hjálpa krabbameinssjúkri unnustu sinni – Nú á hún fangelsisdóm yfir höfði sér

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 27. janúar 2020 06:00

Lucy Wieland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir tæpum tveimur árum var Brad Congerton, sem býr í Ástralíu, kallaður á fund með yfirmanni sínum. Honum dauðbrá þegar hann kom inn á skrifstofu yfirmannsins því þar biðu hans lögreglumaður og læknir sem höfðu alvarlegar fréttir að færa honum.

Brad hafði árum saman verið í sambandi með Lucy Wieland, 28 ára, og hafði hann helgað líf sitt umönnun hennar eftir að hún skýrði honum frá að hún hefði greinst með leghálskrabbamein. Hann gerði því allt sem í hans valdi stóð til að hjálpa henni og létta lífið. Townsville Bulletin skýrir frá þessu.

Hann hjálpaði henni að setjast upp í rúminu á morgnana, sótti mat fyrir hana, aðstoðaði hana við að fara á salernið, tók lyfin hennar til og tók lán upp á sem svarar til um tveggja milljóna íslenskra króna til að greiða fyrir læknismeðferðir hennar. En fyrrnefndan dag breyttist allt.

„Þennan morgun kyssti ég hana bless og sagði: „Ég elska þig,“ og fór í vinnuna. Þetta var í síðasta sinn sem ég talaði við hana.“

Sagði Brad í samtali við Townsville Bulletin. Þennan sama dag var hann kallaður á fyrrnefndan fund. Þar sögðu lögreglumaðurinn og læknirinn honum að Lucy væri grunuð að hafa logið öllu um veikindi sín.

Hún hefur nú verið ákærð fyrir svik meðal annars því hún tók við sem nemur um fjórum milljónum íslenskra króna sem söfnuðust handa henni í söfnun sem átti að auðvelda henni að komast í gegnum sjúkdómsferlið.

Brad sagði að marga gruni að hann hljóti að hafa vitað að Lucy laug til um sjúkdóm sinn en því vísar hann algjörlega á bug og sagðist hafa trúað á hana í algjörri blindni.

BBC segir að upp hafi komist um hana eftir að samband var haft við lögregluna af ónafngreindum aðila sem sagðist hafa uppgötvað „gloppur“ í frásögn hennar.

Ákæran á hendur Lucy verður tekin til meðferðar hjá dómstóli nú í vikunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?