Föstudagur 28.febrúar 2020
Pressan

Deila fallegum sögum af Kobe Bryant – Hjálpaði eftir alvarlegt bílslys skömmu áður en hann lést

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 27. janúar 2020 14:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem þekktu til bandaríska körfuboltamannsins Kobe Bryant hafa farið afar fögrum orðum um hann, en sem kunnugt er fórst Bryant í þyrluslysi í Kaliforníu í gærkvöldi. Þrettán ára dóttir hans, Gianna, og sjö aðrir voru um borð í þyrlunni og létust þau einnig í slysinu.

Kobe er einn besti körfuboltamaður sögunnar og sá fjórði í röðinni yfir stigahæstu leikmenn NBA-deildarinnar frá upphafi. Kobe Bryant var ekki bara góður körfuboltamaður því hann þótti einnig einlægur utan vallar og var tilbúinn að láta gott af sér leiða.

Eftir að það spurðist út að Bryant hefði látið lífið í þyrluslysinu deildu margir fallegum sögum af honum. Eitt myndband hefur til að mynda vakið mikla athygli en á því má sjá þegar Kobe Bryant hjálpar til eftir alvarlegt umferðarslys sem varð skammt frá heimili hans á Newport Beach.

Á því má sjá þegar Kobe ræðir við vegfarendur og tekur hálfpartinn stjórnina á vettvangi slyssins. Myndbandið var tekið aðeins örfáum vikum áður en hann lést.

Hann varð einnig vitni að umferðarslysi í Newport Beach árið 2018 þegar bifreið var ekið gegn rauðu ljósi með þeim afleiðingum að árekstur varð. Bryant fór út úr bifreið sinni til að kanna með ástand ökumannanna.

Horft hefur verið rúmlega 500 þúsund sinnum á eitt þessara myndbanda og í athugasemdum má sjá fleiri deila fallegum sögum. „Hann og konan hans eru algjörir englar. Maðurinn minn vinnur í verslun rétt hjá þeim og þau komu oft og versluðu. Voru einstaklega almennileg og kurteis og spjölluðu oft um daginn og veginn,“ segir einn.

Kobe Bryant lætur eftir sig eiginkonuna Vanessu, en þau eignuðust fjórar dætur saman. Kobe og Vanessa höfðu verið saman í rúm tuttugu ár, en um það leyti sem þau byrjuðu saman var Kobe Bryant farinn að skapa sér nafn í körfuboltanum.

„Honum var alveg sama um djammið og næturlífið,“ segir Del Harris, sem þjálfaði Kobe Bryant hjá Lakers fyrst tvö tímabilin hans í NBA-deildinni. „Hann hafði bara eitt markmið: Að vera eins góður í körfubolta og mögulegt var. Það þýddi að hann vildi verða betri en Michael Jordan. Fólk getur deilt um það hversu nálægt hann komst því en eitt er víst: Hann náði að uppfylla nær alla sína drauma,“ segir Harris í samtali við New York Times.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Morðingi handtekinn eftir 26 ár á flótta

Morðingi handtekinn eftir 26 ár á flótta
Pressan
Í gær

Fékk lán hjá frænku sinni og kom viðskiptaveldi á laggirnar – Sest nú í helgan stein

Fékk lán hjá frænku sinni og kom viðskiptaveldi á laggirnar – Sest nú í helgan stein
Fyrir 2 dögum

Félag ungra í skot- og stangveiði stofnað

Félag ungra í skot- og stangveiði stofnað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Titringur á fjármálamörkuðum heims – „Næstu dagar skipta sköpum“

Titringur á fjármálamörkuðum heims – „Næstu dagar skipta sköpum“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Öfgahægrimenn styrkjast í Þýskalandi

Öfgahægrimenn styrkjast í Þýskalandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrakti hvíthákarl á brott með því að berja hann

Hrakti hvíthákarl á brott með því að berja hann