Föstudagur 28.febrúar 2020
Pressan

Blaðakonu Washington Post vikið frá störfum eftir tíst um Kobe Bryant

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 27. janúar 2020 09:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blaðakonu Washington Post, Feliciu Sonmez, hefur verið vikið frá störfum eftir vægast sagt umdeilt tíst um körfuboltamanninn Kobe Bryant sem lést í þyrluslysi í gær. Alls fórust níu í slysinu, þar á meðal þrettán ára dóttir Bryants.

Nokkrum klukkustundum eftir að fréttir um slysið spurðust út tísti Felicia tæplega fjögurra ára gamalli frétt Daily Beast um nauðgunarmál Kobe Bryant. Fyrirsögn fréttarinnar var: Kobe Bryant’s Disturbing Rape Case: The DNA Evidence, the Accuser’s Story, and the Half-Confession.

Kobe Bryant var sakaður um nauðgun árið 2003 af nítján ára stúlku í Colorado. Stúlkan sem um ræðir var starfsmaður á hóteli og átti hin meinta nauðgun sér stað áður en Kobe gekkst undir aðgerð á hné. Kobe var handtekinn og ákærður vegna málsins og mætti fyrir dóm.

Sjálfur neitaði hann sakargiftum og var málið látið niður falla þegar stúlkan neitaði að bera vitni. Kobe játaði þó að hafa verið ótrúr eiginkonu sinni og þá er hann sagður hafa komist að samkomulagi við stúlkuna um að leysa málið án aðkomu dómstóla. Upplýsingar um hvað fólst í þessu samkomulagi voru þó aldrei gerðar opinberar.

Felicia var gagnrýnd harðlega eftir tístið í gærkvöldi og segir hún sjálf að henni hafi borist líflátshótanir. Í frétt Mail Online er haft eftir Tracy Grant, ritstjóra Washington Post, að Feliciu hafi verið vikið frá störfum meðan rannsókn á málinu fer fram. Verður meðal annars skoðað hvort hún hafi brotið gegn siðareglum miðilsins. Sagði Tracy að Felicia hafi sýnt dómgreindarleysi með tístinu.

Eftir tístið og þau gríðarlegu viðbrögð sem Felicia fékk birti hún fleiri tíst þar sem hún skýrði mál sitt. Ítrekaði hún að annar blaðamaður hafi skrifað umrædda grein og henni hafi þótt hún áhugaverð. Benti hún á að viðbrögðin nú gæfu til kynna að mikill þrýstingur væri á að þagga mál sem þessi í hel. Felicia eyddi tístunum í kjölfarið.

Viðbrögðin voru gríðarleg og fór myllumerkið #FireFeliciaSonmez á flug á Twitter. Fjölmargir lýstu andúð sinni á tísti blaðakonunnar eins og sjá má hér að neðan.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Mistök afgreiðslumannsins færðu henni 89 milljónir

Mistök afgreiðslumannsins færðu henni 89 milljónir
Pressan
Í gær

Ný skýrsla – Valdamiklir Bretar misnotuðu börn kynferðislega – Stjórnmálamenn og lögreglan héldu hlífiskildi yfir þeim

Ný skýrsla – Valdamiklir Bretar misnotuðu börn kynferðislega – Stjórnmálamenn og lögreglan héldu hlífiskildi yfir þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bresk kona snerist til íslamstrúar – Ætlaði að „drepa þar til hún yrði drepin“

Bresk kona snerist til íslamstrúar – Ætlaði að „drepa þar til hún yrði drepin“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Á leið í fangelsi fyrir að hafa selt tónleikamiða á uppsprengdu verði

Á leið í fangelsi fyrir að hafa selt tónleikamiða á uppsprengdu verði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Titringur á fjármálamörkuðum heims – „Næstu dagar skipta sköpum“

Titringur á fjármálamörkuðum heims – „Næstu dagar skipta sköpum“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ætlaði að sanna að jörðin sé flöt – Það kostaði hann lífið

Ætlaði að sanna að jörðin sé flöt – Það kostaði hann lífið