fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Litla, ljóta leyndarmálið í flugbransanum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 25. janúar 2020 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugskömm var eitt af tískuorðum síðasta árs og á uppruna sinn í sænska orðinu flygskam. Var það búið til til að vekja athygli á kolefnisfótsporinu sem flugferðir skilja eftir sig, en flugheimurin ber ábyrgð á 2 prósentum af manngerða kolefnisfótsporinu. Sífellt fleiri velta því fyrir sér hvort það sé skynsamlegt að fljúga í ljósi hlýnunar jarðar og einhverjir aktífistar úti í hinum stóra heimi hafa hætt að fljúga.

Þótt flugviskubitið virðist vera sterkt þá hefur flugfarþegum ekki fækkað. Um 4,5 milljarðar farþega flugu í fyrra, en sú tala var 4,3 milljarðar árið 2018, sem var 6,1 prósents hækkun frá árinu áður. Alþjóðasamband flugfélaga (IATA) spáir því að þessi farþegafjöldi muni nærri tvöfaldast fyrir árið 2037.

Útblæstrinum sem fylgir flugferðum fylgir annað stórt vandamál – rusl og matarsóun. Það má í raun líkja því við umhverfishörmungar hve miklu magni af mat, einnota plastílátum og umbúðum er hent í flugvélum, án þess að það sé svo mikið sem flokkað. Samkvæmt IATA skildu flugferðir árið 2018 eftir sig 6,7 milljónir tonna af rusli úr farþegarýmum. Rannsókn sem gerð var á Heathrow-flugvelli í London árin 2012 og 2013 sýndi fram á að meðalfarþegi skilur eftir sig tæplega eitt og hálft kíló af rusli eftir eitt flug.

Hér verður einhverju sóað – bæði mat og ílátum.

Rosalegt rusl

Samkvæmt IATA eru 20 til 30 prósent af heildarrusli farþega matur og drykkur sem hafa ekki verið snert. Stór partur af heildarruslinu er plast og matarleifar. Ruslið er ekki flokkað heldur brennt eða urðað.

„Ruslið sem myndast í flugvélum er rosalegt,“ segir David, flugþjónn hjá bandarísku flugfélagi, í samtali við Huffington Post. Hann vill njóta nafnleyndar starfs síns vegna. „Plastbollar, dósir og safafernur, sem jafnvel bara einn sopi hefur verið tekinn af, plastumbúðir utan af snarli, rör, servíettur … ekkert af þessu er endurunnið. Þetta bætist við umhverfisáhrifin sem flugið eitt og sér hefur.“

David segir að erfitt sé að minnast á kolefnisfótspor ruslsins við yfirmenn sína.

„Við spurðum um endurvinnslu þegar við vorum í þjálfun og það var hlegið að okkur,“ segir hann.

Flugfélagið Qantas hefur stigið viss skref í átt að betri umhverfisvitund.

Gengur hægt

Sum flugfélög hafa hins vegar tekið skref til að glíma við þennan sóunarvanda. Ástralska flugfélagið Qantas kynnti fyrsta „zero waste“ farþegaflugið í maí 2019, á milli Sydney og Adelaide. Allt rusl sem myndaðist um borð var endurunnið, endurnotað eða sett í safnhaug. Einnota plastílátum var skipt út fyrir endurnýtanleg eða ílát úr efnum sem hægt er að urða.

Franska flugfélagið Air France hefur heitið því að hætta að nota matarílát úr plasti í flugvélum sínum og að nota frekar pappamál og lífræn hnífapör. Alaska Airlines í Bandaríkjunum hefur sett sér það markmið að minnka rusl í farþegarýmum um 70 prósent í ár og flugfélög eins og United Airlines og JetBlue hafa einnig sýnt lit þegar kemur að umhverfismálum. Ástæðan fyrir því að þetta gengur hægt er sú að flugfélög þurfa að finna réttan arftaka plastsins, efni sem er bæði létt og ódýrt. Hönnunarfyrirtækið PriestmanGoode í London hefur unnið með fluggeiranum í tvo áratugi. Fyrirtækið hefur hannað matarílát úr til að mynda hrísgrjónahöski, kaffikorgi og þörungum, efnum sem eru æt og hægt að urða. Það gæti verið framtíðin.

Hins vegar er þetta ekki eingöngu vandamál flugfélaganna heldur einnig flugvallanna. Á flugvöllum þurfa að vera svæði sérstaklega hugsuð fyrir starfsmenn flugfélaga til að losa flokkaðan úrgang. Flugvöllurinn í San Francisco hefur staðið sig einna best í þessum efnum og er markmiðið að hann verði fyrsti „zero waste“ sinnar tegundar á næsta ári. Þá hefur því verið heitið að flugvöllurinn í Hong Kong verði grænasti flugvöllur í heimi á næstu árum.

Flugvöllurinn í San Francisco er talinn framarlega þegar kemur að umhverfismálum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug