Föstudagur 21.febrúar 2020
Pressan

Raðmorðingi látinn laus eftir 30 ár í fangelsi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. janúar 2020 21:00

Catherine Wood. Mynd:KENT COUNTY SHERIFF'S DEPARTMENT

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í sumar verður Catherine Wood, 57 ára, látin laus til reynslu úr fangelsi í Michigan í Bandaríkjunum. Hún afplánar ævilangan dóm sem hún fékk fyrir að hafa myrt fimm sjúklinga á Alpine Manor dvalarheimilinu. Hún var ekki ein að verki því unnusta hennar, Gwendolyn Graham, tók þátt í voðaverkunum.

Þær voru dæmdar fyrir morðin árið 1989. Graham fékk einnig ævilangan dóm en án möguleika á reynslulausn. Hún er nú 56 ára. Fyrir dómi sögðust þær hafa myrt fólkið sér til skemmtunar og sögðu morðin hafa átt að styrkja ást þeirra. Þær voru því kallaðar „The lethal lovers“ í bandarískum fjölmiðlum. The New York Times skýrir frá þessu.

Það var Graham sem kæfði sjúklingana með vasaklút en Wood stóð á verði á meðan. People segir að þær hafi valið fórnarlömbin út frá eftirnöfnum þeirra þannig að þær gætu skrifað orðið „Murder“ með upphafsstöfum fórnarlambanna.

Wood hefur áður verið neitað átta sinnum um reynslulausn þar sem talið var að samfélaginu stafaði enn hætta af henni og vegna þess að hún hafði ekki sýnt neina iðrun.

Roger Kaliniak, sem var lögreglustjóri og rannsakaði málið á sínum tíma, er allt annað en sáttur við að Wood verði látin laus.

„Hún er raðmorðingi og hún gæti gert þetta aftur. Flestir þeirra gera það. Ég held að Wood hafi verið heilinn á bak við þetta. Graham sá um skítverkin en Cathy Wood var heilinn á bak við þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Átta skotnir til bana í Hanau í Þýskalandi – Árásarmaðurinn er látinn

Átta skotnir til bana í Hanau í Þýskalandi – Árásarmaðurinn er látinn
Pressan
Í gær

Söguleg tíðindi – Aldrei fyrr hefur hitinn mælst yfir 20 gráður á Suðurskautinu

Söguleg tíðindi – Aldrei fyrr hefur hitinn mælst yfir 20 gráður á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vopnað glæpagengi rændi miklu magni af klósettpappír

Vopnað glæpagengi rændi miklu magni af klósettpappír
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í tveggja ára fangelsi – Reyndi að opna flugvéladyr í háloftunum

Dæmd í tveggja ára fangelsi – Reyndi að opna flugvéladyr í háloftunum