Mánudagur 30.mars 2020
Pressan

Ný mynd frá Mars sýnir fallega en óvægna plánetu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. janúar 2020 19:30

Þetta er glæsileg mynd. Mynd: ESA/DLR/FU Berlin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Evrópska geimferðastofnunin ESA birti nýlega mynd sem var tekin í nóvember 2006 af norðurpólnum á Mars. Á henni sjást stórar ísbreiður, dimmar dældir og öflug óveður.

Vinstra megin sjást nokkur ský sem hafa líklegast myndast í litlum staðbundnum óveðrum sem þyrla ryki upp í andrúmsloftið. Universe Today skýrir frá þessu.

Mars er sú pláneta í sólkerfinu sem líkist jörðinni einna helst. Á Mars er eitt ár þó tvöfalt lengra en hér á jörðinni. Á einu ári verða miklar breytingar á yfirborði plánetunnar, sérstaklega við norðurpól hennar. Á veturna frýs hann algjörlega og þegar frostið fer niður í 143 gráður er orðið svo kalt að frosinn koltvísýringur leggst ofan á ísinn.

Myndin var tekin með mjög öflugri myndavél, High Resolution Stereo Camera, sem er um borð í Mars Express gervihnettinum sem er á braut um Mars og hefur verið síðan 2003. Gervihnötturinn á að rannsaka yfirborð Mars og þær breytingar sem verða á því og hafa orðið í gegnum tíðina. Vísindamenn hafa sérstakan áhuga á íslögunum á yfirborðinu því þau geta sagt ýmislegt um fortíðina. Þegar ísinn myndast frystir hann um leið „mynd“ af aðstæðunum á plánetunni á þeim tíma og segir því sögu hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

„Heimsendadagur“ á sjúkrahúsi í New York – Þrír COVID-19 sjúklingar létust í höndum lækna

„Heimsendadagur“ á sjúkrahúsi í New York – Þrír COVID-19 sjúklingar létust í höndum lækna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ástin á tímum COVID-19 – Ekkert fær þau stöðvað 85 og 89 ára að aldri – Ekki einu sinni lokuð landamæri

Ástin á tímum COVID-19 – Ekkert fær þau stöðvað 85 og 89 ára að aldri – Ekki einu sinni lokuð landamæri
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump stefnir á að opna Bandaríkin á nýjan leik – „Hann er greinilega ekki í tengslum við raunveruleikann“

Trump stefnir á að opna Bandaríkin á nýjan leik – „Hann er greinilega ekki í tengslum við raunveruleikann“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir á bráðamóttöku í New York ómyrkur í máli um COVID-19 – „Veiran hlífir engum“

Læknir á bráðamóttöku í New York ómyrkur í máli um COVID-19 – „Veiran hlífir engum“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Umdeildur læknir telur sig hafa fundið lækningu við COVID-19

Umdeildur læknir telur sig hafa fundið lækningu við COVID-19
Pressan
Fyrir 4 dögum

Forseti Brasilíu telur að COVID-19 faraldurinn sé „lítil inflúensa“

Forseti Brasilíu telur að COVID-19 faraldurinn sé „lítil inflúensa“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tifandi COVID-19 sprengja – „Hverjir eiga að deyja?“

Tifandi COVID-19 sprengja – „Hverjir eiga að deyja?“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Heilbrigðisstarfsfólk verður að nota sundgleraugu vegna skorts á hlífðarbúnaði

Heilbrigðisstarfsfólk verður að nota sundgleraugu vegna skorts á hlífðarbúnaði