Þriðjudagur 18.febrúar 2020
Pressan

Maður reyndi að smygla lifandi fuglum í ferðatöskunni sinni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 23. janúar 2020 07:02

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Perú handtók belgískan mann fyrir að reyna að smygla 20 lifandi fuglum til Evrópu. Maðurinn, sem er 54 ára gamall, var hendtekinn á flugvellinum í Lima á mánudag, þegar hann reyndi að komast frá Perú til Spánar með hinn ólöglega farm. Perúska stofnunin sem hefur eftirlit með skógum og dýralífi greindi frá þessu. Maðurinn á allt að fimm ára fangelsi yfir höfði sér.

Fuglarnir voru geymdir í litlum kössum í ferðatösku mannsins sem segir að staðið hafi til að selja þá á Spáni. Hann á yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi fyrir ólöglega verslun með dýr.

Hluti hinn litríku fugla sýndi merki um vökvaskort og stress og höfðu nokkrir þeirra misst hluta fjaðra sinna eftir að hafa verið í kössunum klukkutímum saman. Fuglarnir eru eftirsóttir meðal smyglara vegna litríks fjaðrahams þeirra. Heimkynni fuglanna eru í frumskógum Perum, en þá er einnig að finna í regnskógum í Ekvador og Bólivíu.

Perú er sannkölluð paradís fulgaskoðara, en yfir 1800 fuglategundir búa í landinu. Ekki hefur verið upplýst hve mikið hinn belgíski fuglasmyglari hafi reiknað með að hafa uppúr krafsinu. Ólögleg verslun með villt dýr eða hluta þeiira, svo sem skögultennur, getur verið afar arðbær.

Fyrir nokkrum dögum fjölluðu fjölmiðlar um kínverskan mann sem handtekinn var á flugvelli í Sri Lanka með um það bil 200 sporðdreka í farteskinu. Samkvæmt, The Independent, gera yfirvöld ráð fyrir því að hann hafi ætlað sér að draga úr þeim  eitrið, en háar fjárhæðir geta fengist fyrir spordrekaeitur í Kína. Maðurinn var sektaður og fékk svo að halda heim á spordrekanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

27 handteknir í Danmörku – Reyndu að smygla 100 kílóum af kókaíni

27 handteknir í Danmörku – Reyndu að smygla 100 kílóum af kókaíni
Pressan
Í gær

Fimm ára hetja bjargaði systur sinni úr brennandi húsi – Fór aftur inn og sótti hundinn

Fimm ára hetja bjargaði systur sinni úr brennandi húsi – Fór aftur inn og sótti hundinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Enn eitt vandamálið með nýtt geimfar Boeing

Enn eitt vandamálið með nýtt geimfar Boeing
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fengu 2.000 ára gömul fræ til að spíra

Fengu 2.000 ára gömul fræ til að spíra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglumaður segir hvarf Madeleine McCann „óleysanlegt“

Lögreglumaður segir hvarf Madeleine McCann „óleysanlegt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lá dáinn í 428 daga í íbúð sinni áður en hann fannst

Lá dáinn í 428 daga í íbúð sinni áður en hann fannst
Pressan
Fyrir 4 dögum

Geimherinn segir að rússneskir gervihnettir elti bandarískan gervihnött

Geimherinn segir að rússneskir gervihnettir elti bandarískan gervihnött
Fyrir 5 dögum

Víða gott að dorga þessa dagana

Víða gott að dorga þessa dagana