fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

14 ára stúlka setti upp falda myndavél – Það varð föður hennar að falli

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 23. janúar 2020 06:00

Njósnamyndavél. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árum saman hafði ung stúlka, sem býr í Flórída í Bandaríkjunum, reynt að fá lögregluna til að trúa hvað faðir hennar tók sér fyrir hendur á heimilinu en án árangurs. Að lokum tók hún málið í eigin hendur og setti upp falda myndavél á heimilinu og í framhaldinu var faðirinn handtekinn.

Faðirinn hafði árum saman beitt stúlkuna, sem er 14 ára og býr í Okaloosa County, ofbeldi en enginn trúði henni. Hún ákvað því að afla sönnunargagna og um jólin setti hún upp falda myndavél á heimilinu til að afla sannana fyrir því sem faðir hennar, hinn 47 ára Damon Becnel, gerði henni.

Hún gat síðan lagt tvær upptökur fram hjá lögreglunni og þann 2. janúar var faðir hennar handtekinn segir í frétt ABC News. Á annarri upptökunni sést hann skalla stúlkna, rífa í hár hennar og henda henni í átt að rúmi og lenti höfuð hennar á rúmgaflinum.

Á hinni upptökunni sést hann draga hníf upp, taka hund kverkataki og öskra:

„Ég ætla að skera þessi helvítis augu úr þessum helvítis hundi.“

Síðan segir hann: „Það er ég sem ræð hér.“ Því næst hrindir hann stúlkunni í gólfið og segir henni að halda kjafti þegar hún byrjar að öskra.

ABC News hefur eftir móður stúlkunnar að stúlkan hafi margoft reynt að gera yfirvöldum viðvart um misþyrmingarnar en hún hafi aldrei verið tekin alvarlega. Móðirin hefur ekki forræði yfir stúlkunni.

ABC News segir að stúlkan og hundurinn búi nú hjá nánum vini föður hennar. Faðirinn var látinn laus þann 3. janúar gegn tryggingu upp á 4.000 dollara.  Hann á að mæta fyrir dóm í byrjun febrúar þar sem ákæra á hendur honum fyrir ofbeldi gegn barni og dýraníð verður tekið fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Í gær

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“