fbpx
Laugardagur 19.september 2020
Pressan

Terry Jones úr Monty Python er látinn

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 22. janúar 2020 13:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Terry Jones, sem gerði garðinn frægan með spéfuglunum í Monty Python, er látinn, 77 ára að aldri. Terry greindist með framheilabilun árið 2015 og hrakaði heilsu hans tiltölulega hratt.

Vinur hans og félagi úr Monty Python, Michael Palin, segir við breska fjölmiðla að undir það síðasta hafi Terry varla þekkt hann og ekki getað haldið uppi samskiptum. Þó hafi verið stutt í húmorinn og Terry hlegið þegar hann las brot úr bók sem þeir skrifuðu saman á níunda áratug liðinnar aldar.

Terry skrifaði mikið af því efni sem sló í gegn hjá Monty Python og leikstýrði einnig myndunum Monty Python and The Holy Grail, Life of Brian og Meaning of Life. Þá var hann afkastamikill barnabókahöfundur og vel að sér í miðaldasögu. Terry lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Fyrir 3 dögum

Orðrómur um að Íranar hyggist ráða bandarískan sendiherra af dögum – Trump hótar hefndum

Orðrómur um að Íranar hyggist ráða bandarískan sendiherra af dögum – Trump hótar hefndum
Fyrir 3 dögum

Elliðaárnar komnar í 530 laxa

Elliðaárnar komnar í 530 laxa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanleg uppgötvun eftir bruna í New York í gær

Óhugnanleg uppgötvun eftir bruna í New York í gær
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrottalegt morðmál skekur Bretland – Örsmár hluti úr líkinu varð morðingjanum að falli

Hrottalegt morðmál skekur Bretland – Örsmár hluti úr líkinu varð morðingjanum að falli