Laugardagur 28.mars 2020
Pressan

Borgaði fyrir brúðkaup dóttur sinnar – Síðan gerðist það sem dóttirin taldi óhugsandi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 22. janúar 2020 06:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir sextán árum giftist hin 19 ára Lauren Wall unnusta sínum og barnsföður, Paul White. Móðir hennar, Julie, greiddi fyrir brúðkaupið sem var draumabrúðkaup Lauren. Til að þakka móður sinni fyrir bauð Julie henni með í brúðkaupsferðina. En skömmu eftir brúðkaupið gerðist það sem Lauren hafði aldrei dottið í hug að gæti gerst.

Þá yfirgaf Paul hana fyrir aðra konu og ekki bara einhverja konu úti í bæ heldur var það tengdamóðir hans sem hafði unnið hug hans og hjarta. Mirror skýrir frá þessu. En það var ekki nóg með að Paul tæki saman við móður hennar því níu mánuðum síðar eignuðust þau barn. Barnið er sem sagt hálfsystkini Lauren sem á síðan barn með föður hálfsystkinis síns! Ekki einfalt fjölskyldumynstur þarna.

„Paul samdi alltaf vel við móður mína. Ég hugsaði ekki út í þetta því hún var jú tengdamóðir hans og hann var bara vingjarnlegur. Þau hlógu saman. En ég hafði ekki áhyggjur. Af hverju átti ég að hafa þær?“

Sagði Lauren í samtali við Mirror.

Mynd úr safni.

Þegar þau komu heim úr brúðkaupsferðinni breyttist hegðun Paul. Hann fór að passa símann sinn mjög vel svo Lauren kæmist ekki í hann. Það var síðan fjórum vikum eftir að þau gengu í hjónaband sem Lauren komst að hinu sanna. Hún komst í símann hans og sá þar skilaboð sem höfðu gengið á milli hans og móður hennar. Hún gekk á þau en móðir hennar þvertók fyrir að eitthvað væri í gangi þeirra á milli og sagði að Lauren væri klikkuð. En þegar hún gekk á Paul fölnaði hann.

Nokkrum dögum síðar tók Paul giftingarhringinn af sér og flutti frá Lauren og sjö mánaða dóttur þeirra. Julie og Paul neituðu að hafa átt í ástarsambandi en skömmu eftir að hann flutti út frá Lauren komst hún að því að hann var fluttur inn til móður hennar.

„Ég gat ekki trúað því að þau tvö sem ég elskaði mest af öllu gætu svikið mig svona. Þetta var sjúkt. Þetta er eitt það versta sem móðir getur gert dóttur sinni. Paul er greinilega bjáni en hún er móðir mín. Hún átti að elska mig og vernda. Í staðinn stal hún manninum mínum og eyðilagði fjölskyldu mína og drauma. Ég mun aldrei fyrirgefa þetta.“

Sagði Lauren, sem er nú 35 ára, í samtali við Mirror.

En það var ekki nóg með að hafa misst manninn sinn í faðm móður sinnar því fljótlega komst Lauren að því að móðir hennar var barnshafandi þegar hún sá hana á götu úti.

„Þegar ég sá hana með stóran maga trylltist heilinn minn. Hún sagði að þetta væri bólga. Mér bauð við að sjá hana. Ég fór heim og eyðilagði allar myndirnar úr brúðkaupinu.“

Julie reyndi að halda því fram að fyrrum unnusti hennar væri barnsfaðir hennar en því trúði enginn.

Fimm árum eftir að Lauren og Paul gengu í hjónaband kvæntist hann móður hennar, fyrrum tengdamóður sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Í gær

Gott að komast aðeins út að veiða

Gott að komast aðeins út að veiða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að 700.000 Ítalir geti verið smitaðir af COVID-19 – 5 ára fangelsi fyrir að brjóta gegn einangrun

Telja að 700.000 Ítalir geti verið smitaðir af COVID-19 – 5 ára fangelsi fyrir að brjóta gegn einangrun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Umdeildur læknir telur sig hafa fundið lækningu við COVID-19

Umdeildur læknir telur sig hafa fundið lækningu við COVID-19
Pressan
Fyrir 2 dögum

Forseti Brasilíu telur að COVID-19 faraldurinn sé „lítil inflúensa“

Forseti Brasilíu telur að COVID-19 faraldurinn sé „lítil inflúensa“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hræðilegar niðurstöður hermilíkans – 65 milljónir látast af völdum heimsfaraldurs

Hræðilegar niðurstöður hermilíkans – 65 milljónir látast af völdum heimsfaraldurs
Pressan
Fyrir 3 dögum

NASA auglýsir eftir geimförum og þú átt væntanlega ekki séns

NASA auglýsir eftir geimförum og þú átt væntanlega ekki séns