fbpx
Miðvikudagur 01.apríl 2020
Pressan

Staðfest að líkamsleifar sem fundust í íþróttatösku séu af unglingi sem saknað hefur verið

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. janúar 2020 06:00

Keane Mulready-Woods. Mynd: Írska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumenn á Írlandi hafa borið kennsl á líkamshluta sem fundust í íþróttatösku í bíl sem hafði verið brenndur. Líkamshlutarnir tilheyrðu unglingi að nafni Keane Mulready-Woods sem hafði verið saknað. Honum hafði verið hótað að honum yrði rænt, drepinn og líkið hlutað í sundur.

Írska lögreglan hefur heitið því að þeim sem standa á bakvið morðið á hinum 17 ára gamla Keane Mulready-Woods, sem hafði verið saknað í nokkra daga, verði refsað. Leitin að honum breyttist í morðrannsókn eftir að líkamshlutar fundust í íþróttatösku í Coolock hverfinu í Norður-Dublin. Síðar fundust fleiri líkamshlutar í brenndum bíl í Drumcondra. Lögreglan lokaði svo húsi í Drogheda, en Keane var þaðan, og lýsti því yfir að húsið væri vettvangur glæps.

Samkvæmt írska ríkissjónvarpinu (RTE) hafði fórnarlambið verið tengt fíkniefnasölu og hafði verið hótað því að vera rænt, drepið og hlutað niður.

Írski forsætisráðherrann, Leo Varadkar, hefur heitið því að aðstoða lögregluna og að hún muni fá allt sem hún þurfi og að þeir sem bera ábyrgð á morðinu verði sóttir til saka. Forsætisráðherrann bætti við að þetta væri sennilega hryllilegasta morð sem hann hefði heyrt um og það væri sérstaklega hræðilegt að um 17 ára ungling hefði verið að ræða.

Í yfirlýsingu frá írsku lögreglunni segir að þetta sé fólskuleg og grimmileg árás á barn og að hún sé fullkomlega óásættanleg í lýðræðisþjóðfélagi. „Það má ekki gleyma því að Keane var barn, ungur drengur sem var að reyna að fóta sig í lífinu, hann hefur nú misst lífið og fjölskylda hans hefur misst son sinn og bróður“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Innbrot í banka eins og atriði úr kvikmynd

Innbrot í banka eins og atriði úr kvikmynd
Pressan
Í gær

Graðir Norðmenn kaupa kynlífsleikföng sem aldrei fyrr

Graðir Norðmenn kaupa kynlífsleikföng sem aldrei fyrr
Pressan
Fyrir 2 dögum

Yfirvöld reyndu að hylma yfir COVID-19 smit á skíðastaðnum í Ischgl – „Ekki skýra fjölmiðlum frá þessu“

Yfirvöld reyndu að hylma yfir COVID-19 smit á skíðastaðnum í Ischgl – „Ekki skýra fjölmiðlum frá þessu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Datt inni á baðherbergi og var fluttur á sjúkrahús – Það varð honum að bana

Datt inni á baðherbergi og var fluttur á sjúkrahús – Það varð honum að bana