fbpx
Laugardagur 19.september 2020
Pressan

Spá allt að 30 prósenta hækkun á gullverði

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. janúar 2020 22:00

Gull þykir góð fjárfesting. Mynd:G4S

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski vogunarsjóðurinn Bridgewater Associates spáir því að verð á gulli geti hækkað um allt að 30 prósent. Það myndi þá fara upp fyrir 2.000 dollara á únsu. Ástæðan er stefna margra seðlabanka og stjórnmálaleg óvissa.

Bridgewater Associates er stærsti vogunarsjóður heims en hann er með rúmlega 160 milljarða dollara í fjárvörslu. Financial Times hefur eftir Greg Jensen, fjárfestingastjóra hjá sjóðnum, að fjárfestar muni líklega leita í auknum mæli í gull vegna stefnu margra seðlabanka og óvissu í stjórnmálum.

Sjóðurinn telur að bandaríski seðlabankinn muni ekki kippa sér upp við að verðbólgan fari yfir tvö prósent um hríð en 2 prósent er viðmið bankans. Einnig muni minni hagvöxtur í Bandaríkjunum auka enn á bilið á milli ríkra og fátækra. Þess utan muni spenna í samskiptum Bandaríkjanna við Kína annars vegar og Íran hins vegar hafa áhrif.

Verð á gulli er nú um 1.550 dollarar á únsu og hefur hækkað um 20 prósent á einu ári. Hæsta gullverð sögunnar náðist síðsumar 2011 en þá kostaði únsan rúmlega 1.900 dollara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Í gær

Fjögur morð í Danmörku og Svíþjóð á nokkrum klukkustundum

Fjögur morð í Danmörku og Svíþjóð á nokkrum klukkustundum
Pressan
Í gær

Hafa haldið sig frá kosningabaráttu síðustu 175 ár – Blanda sér nú í bandarísku forsetakosningarnar

Hafa haldið sig frá kosningabaráttu síðustu 175 ár – Blanda sér nú í bandarísku forsetakosningarnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump fer gegn orðum eigin sérfræðings – „Hann var ringlaður“

Trump fer gegn orðum eigin sérfræðings – „Hann var ringlaður“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega tveir þriðju hlutar ungra fullorðinna Bandaríkjamanna vita ekki sannleikann um Helförina

Tæplega tveir þriðju hlutar ungra fullorðinna Bandaríkjamanna vita ekki sannleikann um Helförina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrottalegt morðmál skekur Bretland – Örsmár hluti úr líkinu varð morðingjanum að falli

Hrottalegt morðmál skekur Bretland – Örsmár hluti úr líkinu varð morðingjanum að falli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Undarleg hegðun háhyrninga við strendur Portúgals og Spánar

Undarleg hegðun háhyrninga við strendur Portúgals og Spánar