Þriðjudagur 18.febrúar 2020
Pressan

Nú getur hleðslutækið þitt orðið ónothæft

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. janúar 2020 21:00

Breytingar eru yfirvofandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Lightning“ hleðslusnúran frá Apple er einn þeirra hluta sem gætu orðið ónothæfir ef Evrópuþingið fær sínu framgengt. Evrópuþingið er nefnilega þreytt á tækjum, svo sem hleðslutækjum og hleðslusnúrum, sem eru sérstaklega framleidd fyrir síma og spjaldtölvur.

Til þess að leysa vandann ræðir löggjafinn um að setja lög sem muni þvinga alla framleiðendur síma og annarra snjalltækja til að nota staðlaðan hleðsluinngang á tækjum sínum.

„Til að draga úr rusli frá raftækjum og til að einfalda líf neytenda vilja meðlimir Evrópuþingsins setja lög sem myndu tryggja að hleðslutæki myndu passa fyrir alla farsíma og önnur snjalltæki“ segir í fréttabréfi á heimasíðu Evrópusambandsins.

51.000 tonn af rusli

Í yfirlýsingunni kemur fram að „hleðslutæki eigi að henta öllum farsímum, spjaldtölvum, lesbrettum og öðrum snjalltækjum“. Einnig kemur fram í yfirlýsingunni að Evrópusambandið geri ráð fyrir því að gömul hleðslutæki og snúrur skapi yfir 51.000 tonn af rusli á ári.

Hleðslutækið sem líklegast er að verði fyrir valinu er af tegundinni USB-C, flestir símaframleiðendur, að Apple undanskildu, nota þessi tæki.

Ekki sáttir

Apple hefur verið þekkt fyrir að vilja nota eigin lausnir fyrir tæki sín. Fyrirtækið er engu að síður farið að nota USB-C fyrir nýjustu Mac- og iPad tæki sín.

Þrátt fyrir að lögin um stöðluð hleðslutæki ná fram að ganga mun Apple aðeins þurfa að fylgja þeim innan landa Evrópusambandsins. Kostnaðurinn við þessar breytingar mun þó líklega verða til þess að breytingarnar verði á heimsvísu.

Í yfirlýsingu frá Apple segir að breytingin muni hafa í för með sér gríðarlegt magn af rusli og muni koma sér illa fyrir neytendur. Sagt er að Apple vinni nú að því að framleiða síma án hleðsluinngangs, sem aðeins verði hægt að hlaða þráðlaust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

27 handteknir í Danmörku – Reyndu að smygla 100 kílóum af kókaíni

27 handteknir í Danmörku – Reyndu að smygla 100 kílóum af kókaíni
Pressan
Í gær

Fimm ára hetja bjargaði systur sinni úr brennandi húsi – Fór aftur inn og sótti hundinn

Fimm ára hetja bjargaði systur sinni úr brennandi húsi – Fór aftur inn og sótti hundinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Enn eitt vandamálið með nýtt geimfar Boeing

Enn eitt vandamálið með nýtt geimfar Boeing
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fengu 2.000 ára gömul fræ til að spíra

Fengu 2.000 ára gömul fræ til að spíra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglumaður segir hvarf Madeleine McCann „óleysanlegt“

Lögreglumaður segir hvarf Madeleine McCann „óleysanlegt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lá dáinn í 428 daga í íbúð sinni áður en hann fannst

Lá dáinn í 428 daga í íbúð sinni áður en hann fannst
Pressan
Fyrir 4 dögum

Geimherinn segir að rússneskir gervihnettir elti bandarískan gervihnött

Geimherinn segir að rússneskir gervihnettir elti bandarískan gervihnött
Fyrir 4 dögum

Víða gott að dorga þessa dagana

Víða gott að dorga þessa dagana