fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Hafa áhyggjur af velferð fyrrverandi NBA-stjörnu eftir óhugnanlegt myndband

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 21. janúar 2020 14:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Körfuboltaaðdáendur hafa kallað eftir því að forsvarsmenn NBA-deildarinnar grípi inn í og komi fyrrverandi leikmanni í deildinni til aðstoðar. Þetta gerist eftir að myndbönd af leikmanninum fyrrverandi fór á kreik á veraldarvefnum.

Leikmaðurinn sem um ræðir heitir Delonte West og átti hann nokkuð góðan feril í deildinni á árunum 2004 til 2012. Hann spilaði með Boston Celtics, Seattle SuperSonics og Cleveland Cavaliers. Tímabilið 2006 til 2007 spilaði hann 69 leiki með Boston og skoraði 12,2 stig að meðaltali í leik. Þá átti hann frábæra úrslitakeppni með Cleveland vorið 2009 þegar hann var með 13,8 stig að meðaltali í leik. Það tímabil komst liðið í undanúrslit Austurdeildarinnar þar sem það tapaði fyrir Orlando Magic.

Í öðru myndbandinu sést þegar West er í átökum við mann úti á götu en í hinu myndbandinu sést þegar West ræðir við lögregluna og viðhefur ýmis blótsyrði. Augljóst er að West í annarlegu ástandi. Hafa ýmsir velt því fyrir sér hvort hann sé heimilislaus en á tíma sínum í NBA-deildinni þénaði hann vel á annan milljarð króna.

West greindist með geðhvörf árið 2008 en lét veikindin ekki á sig fá og spilaði körfubolta við góðan orðstír allt til ársins 2015 að skórnir fóru upp í hillu. Ýmsir hafa kallað eftir því að NBA-deildin eða fyrrverandi vinnuveitendur hans hjá Dallas Mavericks komi honum til aðstoðar. Augljóst sé að hann sé mikið veikur og þarfnist aðstoðar.

Meðal þeirra sem hafa tjáð sig um myndböndin er Jameer Nelson, fyrrverandi liðsfélagi hans hjá Dallas. Nelson segist ekki vita nánar um stöðuna á honum en segist miður sín. „Ég hef talað nokkrum sinnum við hann á síðustu mánuðum, reynt að vera til staðar fyrir hann sem vinur. Ef þú glímir við andleg veikindi þarftu að tala við einhvern,“ segir Jameer.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?