Föstudagur 21.febrúar 2020
Pressan

Gleymdu 37 gráðunum – Eðlilegur líkamshiti er lægri

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. janúar 2020 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar umfangsmikillar rannsóknar sýna að líkamshiti okkar mannanna hefur lækkað og er eðlilegur líkamshiti ekki lengur 37 gráður. Niðurstaðan er að eðlilegur líkamshiti sé nú um 36,4 gráður svo hann hefur lækkað töluvert síðan 37 gráðu viðmiðið var sett árið 1851. Það var byggt á mörgum milljónum hitamælinga sem voru gerðar á fólki í Leipzig í Þýskalandi.

Það eru bandarískir vísindamenn sem standa á bak við nýju rannsóknina en niðurstöður hennar hafa verið birtar í eLife. Þeir fóru yfir gríðarlegt magn gagna sem var safnað á síðustu 157 árum. Allt frá rannsóknum á uppgjafarhermönnum úr bandarísku borgarastyrjöldinni til 230.000 mælinga sem voru gerðar á árunum 2007 til 2017. Í allt byggir rannsóknin á upplýsingum um líkamshita 189.000 manns.

Vísindamennirnir eru vissir í sinni sök um niðurstöðurnar og segjast hafa slegið því föstu að hjá báðum kynjum hafi líkamshitinn lækkað um 0,03 gráður á hverjum áratug síðan 1851.

Aldursmunurinn á þátttakendum í rannsókninni er 197 ár. Það veldur því að þrátt fyrir að hitinn hafi bara lækkað örlítið á hverjum áratug verður lækkunin töluverð þegar svo langur tími er til rannsóknar. Tekið var tilliti til þyngdar, hæða og aldurs þátttakenda og í sumum rannsóknum var tími dags, þegar fólkið var mælt, einnig tekin með í útreikningana.

Vísindamennirnir segja að þessi umtalsverða og yfirstandandi breyting á líkamshita fólks myndi grunn að skilningi á lýðheilsu og lífslengd. Þeir komast ekki að neinni skýrri niðurstöðu um af hverju þessi breyting hefur átt sér stað. Þeir velta þó upp hugmyndum um að betri tannheilsa, aukið hreinlæti, færri tilfelli berkla og sýfilis, sýklalyf og margt annað gæti hafa valdið því að krónískum sýkingum hefur fækkað.

Þegar 37 gráðu viðmiðið var sett árið 1851 lifði fólk mun styttra en það gerir í dag og glímdi oft við ýmsar sýkingar. Þær gætu hafa haft áhrif á niðurstöðuna um hver eðlilegur líkamshiti væri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Átta skotnir til bana í Hanau í Þýskalandi – Árásarmaðurinn er látinn

Átta skotnir til bana í Hanau í Þýskalandi – Árásarmaðurinn er látinn
Pressan
Í gær

Söguleg tíðindi – Aldrei fyrr hefur hitinn mælst yfir 20 gráður á Suðurskautinu

Söguleg tíðindi – Aldrei fyrr hefur hitinn mælst yfir 20 gráður á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vopnað glæpagengi rændi miklu magni af klósettpappír

Vopnað glæpagengi rændi miklu magni af klósettpappír
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í tveggja ára fangelsi – Reyndi að opna flugvéladyr í háloftunum

Dæmd í tveggja ára fangelsi – Reyndi að opna flugvéladyr í háloftunum