fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Geymdu börnin í trébúrum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. janúar 2020 21:30

Börnin voru meðal annars geymd í þessu búri. Mynd:Lee County Sheriff‘s Office

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír fullorðnir voru handteknir í Alabama í Bandaríkjunum í síðustu viku eftir að starfsfólk félagsþjónustunnar hafði kannað ástandið á heimili þeirra. Þá kom í ljós að tvö börn voru læst inni í trébúrum. Fimm börn bjuggu á heimilinu.

Hin handteknu eru Kylla Michelle Mann, þrítug móðir barnanna, og foreldrar hennar þau Pamela Deloris Bond, 66 ára, og James Bond, 69 ára. Þau voru öll úrskurðuð í gæsluvarðhald.

Tilkynning hafði borist um að aðstæður á heimilinu væru ekki sem bestar og því var farið að kanna þær. Í húsinu voru fjögur börn, 3, 4, 10 og 11 ára. Átta mánaða barn var þar ekki en lögreglan hafði fljótt upp á því. Í húsinu voru tvö trébúr með lásum.

NBC News hefur eftir lögreglunni að börnin hafi margoft verið læst inni í búrunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?