Þriðjudagur 18.febrúar 2020
Pressan

Ráðgátan um snjóinn við Hvíta húsið

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 19. janúar 2020 14:30

Hvíta húsið í Washington. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti undrun margra þegar Hvíta húsið hélt því fram á sunnudag að fyrsti snjór ársins hefði fallið fyrir utan húsið. Þá birti Hvíta húsið færslu á Twitter að fyrsti snjór ársins hefði fallið fyrir utan heimili forsetans. Með textanum „First snow of the year!“ fylgdi mynd af hinu fræga húsi þar sem sjá mátti snjókorn fyrir framan myndavélarlinsuna.

Tístið hefur vakið mikil viðbrögð á Twitter, þar sem hitinn í Washington á sunnudag var vel yfir frostmarki. Samkvæmt Huffington Post fór hitinn við Hvíta húsið upp í 20 gráður á sunnudag. Margir þeirra sem hafa tjáð sig á Twitter hafa rætt um meðferð Trump á sannleikanum. Meðal annars skrifar Twitter notandinn JoeMyGod: „Heimskulegasta lygi Trump árið 2020 kom snemma“.

Samkvæmt Huffington Post féll fyrsti snjór ársins í Washington síðastliðinn fimmtudag. Vegna þessa eru þeir á þeirri skoðun að tístið hafi verið skrifað á fimmtudag, en deilan á milli Bandaríkjanna og Íran hafi mögulega tafið birtingu þess.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem umfjöllun Trump um veðurfar hefur vakið undrun fólks. Þegar fellibyurinn Dorian nálgaðist Bandaríkin í september, sýndi Trump, í beinni útsendingu, kort yfir það svæði sem gert var ráð fyrir að yrði fyrir barðinu á fellibylnum. Augljóst var að kortinu hafði verið breytt með penna og að ríkinu Alabama hafði verið bætt við. Margir veltu því fyrir sér hvort Alabama hefði verið bætt við vegna þess að forsetinn hafði nokkrum dögum áður sagt að fellibylurinn myndi ganga yfir Alabama.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

27 handteknir í Danmörku – Reyndu að smygla 100 kílóum af kókaíni

27 handteknir í Danmörku – Reyndu að smygla 100 kílóum af kókaíni
Pressan
Í gær

Fimm ára hetja bjargaði systur sinni úr brennandi húsi – Fór aftur inn og sótti hundinn

Fimm ára hetja bjargaði systur sinni úr brennandi húsi – Fór aftur inn og sótti hundinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Enn eitt vandamálið með nýtt geimfar Boeing

Enn eitt vandamálið með nýtt geimfar Boeing
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fengu 2.000 ára gömul fræ til að spíra

Fengu 2.000 ára gömul fræ til að spíra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglumaður segir hvarf Madeleine McCann „óleysanlegt“

Lögreglumaður segir hvarf Madeleine McCann „óleysanlegt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lá dáinn í 428 daga í íbúð sinni áður en hann fannst

Lá dáinn í 428 daga í íbúð sinni áður en hann fannst
Pressan
Fyrir 4 dögum

Geimherinn segir að rússneskir gervihnettir elti bandarískan gervihnött

Geimherinn segir að rússneskir gervihnettir elti bandarískan gervihnött
Fyrir 5 dögum

Víða gott að dorga þessa dagana

Víða gott að dorga þessa dagana