Föstudagur 21.febrúar 2020
Pressan

Óvæntar fréttir af máli Emilie Meng – Lögreglan safnar DNA-sýnum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 19. janúar 2020 18:00

Emilie Meng. Mál hennar er eitt umtalaðasta morðmál síðari tíma í Danmörku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska lögreglan hefur að undanförnu safnað lífsýnum úr ungum mönnum, sem búa við Motalavej í Korsør, í tengslum við rannsóknina á hvarfi og morðinu á Emilie Meng þann 10. júlí 2016. Lögreglunni hefur fram að þessu ekki orðið neitt ágengt við rannsókn málsins sem þykir ákaflega dularfullt.

Motalavej er eitt af svokölluðum gettóum í Danmörku þar sem mörg félagsleg vandamál eru uppi og hlutfall innflytjenda er hátt. Samkvæmt frétt TV2 þá sagði þroskaheftur maður lögreglunni að piltar úr hverfinu hefðu tekið Emilie. Þetta sagði hann lögreglunni sama dag og Emilie hvarf. Maðurinn býr á Motalavej, við göngustíginn þar sem Emilie hvarf.

Í heimildamynd Danska ríkisútvarpsins um málið sagði maðurinn að hann hafi heyrt stúlku öskra þennan morgun og segja „halló“ hátt. Þetta sagðist hann hafa sagt lögreglunni og að „strákarnir hefðu tekið hana“. Lögreglan staðfesti að maðurinn hefði sagt þetta.

Lögreglan hefur kallað fjölda ungra manna úr hverfinu til skýrslutöku að undanförnu og farið fram á að þeir láti lífsýni í té. Lögreglan vill ekki svara hvort þetta tengist framburði þroskahefta mannsins.

Eins og fyrr segir hvarf Emilie að morgni 10. júlí 2016 þegar hún var á leið heim eftir næturskemmtun með vinkonum sínum. Lík hennar fannst í vatni við Regnemarks Bakke við Borup á aðfangadag 2016.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Átta skotnir til bana í Hanau í Þýskalandi – Árásarmaðurinn er látinn

Átta skotnir til bana í Hanau í Þýskalandi – Árásarmaðurinn er látinn
Pressan
Í gær

Söguleg tíðindi – Aldrei fyrr hefur hitinn mælst yfir 20 gráður á Suðurskautinu

Söguleg tíðindi – Aldrei fyrr hefur hitinn mælst yfir 20 gráður á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vopnað glæpagengi rændi miklu magni af klósettpappír

Vopnað glæpagengi rændi miklu magni af klósettpappír
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í tveggja ára fangelsi – Reyndi að opna flugvéladyr í háloftunum

Dæmd í tveggja ára fangelsi – Reyndi að opna flugvéladyr í háloftunum