fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Tæplega 50 handteknir í mansalsrannsókn á Gíbraltar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 17. janúar 2020 18:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Næstum 50 grunaðir meðlimir glæpagengis, sem smyglaði fólki til Evrópu með því að afla þeim falskra ferðamanna vegabréfsáritana til Bretlands, hafa verið handteknir.

Samkvæmt lögreglunni á Gíbraltar og á Spáni rukkaði gengið fólkið um rúmlega milljón króna (€ 8000) á mann og flutti yfir 130 manns frá Marokkó til Spánar og annarra landa í Evrópu.

Tvö hundruð lögregluþjónar, undir stjórn Europol, handtóku 47 þegar þeir unnu að því að eyðileggja glæpahópinn, sem hafði haft meira en 1 milljón evra uppúr glæpastarfseminni.

Rannsóknin hófst í nóvember 2018, þegar lögreglan á Gíbraltar tók eftir aukningu á Marokkómönnum sem komu frá Casablanca og Tangier með ferðamannaáritun til Bretlands.

Konunglega lögreglan á Gíbraltar sagði að settar hafi verið saman möppur  með fölskum gögnum sem sendar hafi verið inn til að fá ferðamannaáritanir til Bretlands. Þegar áritunin var í höfn fyrir hvern farandmann, sá glæpahópurinn um að panta flug og gistingu á Gíbraltar, og lét farandfólkið svo hafa leiðbeiningar um hvað það ætti að gera þegar til Gíbraltar væri komið, meðal annars að komast í samband við þá sem biðu þeirra á Gíbraltar“.

Eftir komuna til Gíbraltar, fluttu smyglararnir farandfólkið til Spánar, í skjóli nætur, fólkið hélt svo annað hvort kyrru fyrir á Spáni eða var ferjað með rútum til annarra Evrópulanda. Hópurinn hafði þróað leiðir til að forðast eftirlit og nýtt fólk tók strax við ef einhver var handtekinn.

Fulltrúi lögreglunnar á Gíbraltar sagði að þessi rannsókn væri gott dæmi um það sem færi fram á bak við tjöldin til að verja landamærin frá ógnum við öryggi landsins. Hann sagði að skipulögð glæpastarfsemi hafi mikil áhrif á þjófélagið og þess vegna beri lögreglunni skylda til að verjast því sem geti skapað hættu í samfélaginu“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?