Þriðjudagur 18.febrúar 2020
Pressan

Borðar hvorki morgunmat né hádegismat

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 17. janúar 2020 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jack Dorsey, framkvæmdastjóri Twitter, hugsar vel um heilsuna og er tilbúinn að ganga býsna langt til að viðhalda bæði andlega og líkamlega þættinum.

Dorsey var í viðtali við tímaritið Wired þar sem hann svaraði spurningum frá almenningi. Einn spurði hann meðal annars út í grein sem birtist á vef CNBC í apríl síðastliðnum þar sem fram kom að Dorsey borðaði aðeins fimm máltíðir í viku.

Dorsey sagði að það væri ekki rétt, máltíðarnar væru sjö. Hann borðar aðeins kvöldmat og fastar þess á milli. Það er því hvorki pláss fyrir morgunmat né hádegismat hjá Dorsey sem er 43 ára. Hann viðurkennir þó að kvöldmáltíðin sé nokkuð stór og hitaeiningarík en auk þess full af góðum næringarefnum.

Þá greindi Dorsey frá því að hann stundi hugleiðslu á hverjum einasta degi, eða í tvær klukkustundir hvern dag. Þá fer hann mjög reglulega í ísbað og gufu; fer sumsé í ísbað og svo beint í gufu á eftir og svo aftur í ísbað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

27 handteknir í Danmörku – Reyndu að smygla 100 kílóum af kókaíni

27 handteknir í Danmörku – Reyndu að smygla 100 kílóum af kókaíni
Pressan
Í gær

Fimm ára hetja bjargaði systur sinni úr brennandi húsi – Fór aftur inn og sótti hundinn

Fimm ára hetja bjargaði systur sinni úr brennandi húsi – Fór aftur inn og sótti hundinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Enn eitt vandamálið með nýtt geimfar Boeing

Enn eitt vandamálið með nýtt geimfar Boeing
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fengu 2.000 ára gömul fræ til að spíra

Fengu 2.000 ára gömul fræ til að spíra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglumaður segir hvarf Madeleine McCann „óleysanlegt“

Lögreglumaður segir hvarf Madeleine McCann „óleysanlegt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lá dáinn í 428 daga í íbúð sinni áður en hann fannst

Lá dáinn í 428 daga í íbúð sinni áður en hann fannst
Pressan
Fyrir 4 dögum

Geimherinn segir að rússneskir gervihnettir elti bandarískan gervihnött

Geimherinn segir að rússneskir gervihnettir elti bandarískan gervihnött
Fyrir 5 dögum

Víða gott að dorga þessa dagana

Víða gott að dorga þessa dagana