fbpx
Föstudagur 07.ágúst 2020
Pressan

Morðinginn Peter Madsen genginn í hjónaband

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. janúar 2020 06:00

Kim Wall og Peter Madsen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skömmu fyrir jól gekk danski morðinginn Peter Madsen í hjónaband öðru sinni. Hann afplánar nú lífstíðarfangelsisdóm fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall um borð í kafbátnum UC3 Nautilus þann 10. ágúst 2017. Það virðist ekki koma í veg fyrir að ástin nái að blómstra að hann er dæmdur morðingi og lítið útlit fyrir að hann muni nokkru sinni ganga laus á nýjan leik.

Madsen kvæntist fyrri eiginkonu sinni 2011 og ólíkt því sem nú var þá fór sú athöfn fram að fjölmenni viðstöddu. Nú gekk hann í hjónaband í Herstedvester fangelsinu í Albertslund þar sem hann afplánar dóm sinn.

Nýja eiginkonan heitir Jenny Curpen og er frá Moskvu í Rússlandi segir í umfjöllun Ekstra Bladet. Segir blaðið að parið hafi gengið í hjónaband fyrir jól en ekki skýrt frá því á samfélagsmiðlum fyrr en í síðustu viku þegar Facebookstatusum þeirra beggja var breytt til samræmis við breytta hjúskaparstöðu.

Curpen er 39 ára og kom til Kaupmannahafnar þann 18. desember síðastliðinn. Í samtali við Ekstra Bladet staðfesti hún að þau væru gengin í hjónaband en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið.

Á Instagram hefur hún birt myndir frá Kaupmannahöfn, þar á meðal frá Refshaleøen þar sem Madsen hafði aðstöðu og smíðaði kafbátinn meðal annars. Hún hefur einnig birt myndir af þeim þremur kafbátum sem Madsen smíðaði.

Madsen hefur ekki aðgang að internetinu en vinkona hans skýrði BT frá því fyrir nokkru að hún stýrði Facebookaðgangi hans.

Eftir að Madsen hóf að afplána fangelsisdóm sinn átti hann um hríð í ástarsambandi við konu, sem starfaði sem fangavörður í Vestre fangelsinu. Þegar það komst upp varð hún að láta af störfum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Í gær

Ivanka Trump og Jared Kushner mokuðu inn peningum á síðasta ári

Ivanka Trump og Jared Kushner mokuðu inn peningum á síðasta ári
Pressan
Í gær

Bjuggu til SOS skilti og var bjargað af eyðieyju

Bjuggu til SOS skilti og var bjargað af eyðieyju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hörmungarnar í Beirút – Yfir 50 látnir og þúsundir slasaðir

Hörmungarnar í Beirút – Yfir 50 látnir og þúsundir slasaðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump – „Engum líkar við mig“

Trump – „Engum líkar við mig“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum liðsmaður glæpagengis tjáir sig um mál Anne-Elisabeth Hagen – „Ég er hissa á þessu“

Fyrrum liðsmaður glæpagengis tjáir sig um mál Anne-Elisabeth Hagen – „Ég er hissa á þessu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Enn syrtir í álinn hjá Andrew Bretaprins – Ný skjöl tengja hann enn frekar við Jeffrey Epstein

Enn syrtir í álinn hjá Andrew Bretaprins – Ný skjöl tengja hann enn frekar við Jeffrey Epstein