fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

14 ára piltur hvarf fyrir mánuði – Hafa loks komist að hræðilegum örlögum hans

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. janúar 2020 23:00

Harley Dilly. Mynd:Port Clinton Police Department

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 20. desember síðastliðinn hvarf Harley Dilly, 14 ára, þegar hann var á leið í skóla. Foreldrar hans sáu síðast til hans þegar hann gekk af stað. En hann skilaði sér aldrei í skóla.

Foreldrar hans voru ekki mjög áhyggjufullir í fyrstu. Skömmu áður höfðu þau tekið farsíma hans af honum og það hafði gerst nokkrum sinnum, þegar til deilna kom þeirra á milli, að Harley fór að heima og hélt sig að heiman í smá tíma.

En þegar ekkert heyrðist til hans fóru þau að hafa áhyggjur og settu sig í samband við lögregluna. Umfangsmikil leit var sett af stað. Þyrlur, lögreglumenn og leitarhundar leituðu víða en fundu ekkert sem gat vísað á Harley.

Á mánudaginn ákvað lögreglan að gera aðra leit. Þá komu lögreglumenn að mannlausu sumarhúsi sem er verið að gera upp. Engin ummerki voru um að brotist hefði verið inn en lögreglumennirnir ákváðu samt sem áður að fara inn. Inni í húsinu komust þeir að hvað hafði orðið um Harley. CNN skýrir frá þessu.

Á annarri hæð hússins fundust jakki og gleraugu Harley við hlið skorsteinsins. Inni í skorsteininum fannst lík hans, það sat fast.

Lögreglan telur að hann hafi klifrað upp á þakið og reynt að komast inn í húsið í gegnum skorsteininn. Það endaði hins vegar með skelfingu því hann féll ofan í skorsteininn og festist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Í gær

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“